Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
banner
   fös 06. maí 2022 20:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guðmann brjálaður - „Hversu margir þurfa að slíta krossbönd?"
Lengjudeildin
Guðmann í leik með FH
Guðmann í leik með FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er ekki gaman að tapa svona, fá á sig mark seint í leiknum sérstaklega því mér fannst við eiga vera löngu búnir að klára leikinn," fyrirliði Kórdrengja eftir tap liðsins gegn Þór í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar.


Lestu um leikinn: Þór 1 -  0 Kórdrengir

Leikurinn fór fram í Boganum á Akureyri en hann hefur verið mikið milli tannanna á fólki þar sem völlurinn er svo gott sem ónýtur. Guðmann hafði sitt að segja um aðstæðurnar.

„Það sem mér finnst mest fúlt er að þurfa að spila á þessum hörmulega velli hérna. Það slíta hugsanlega tveir krossband hérna. Það er fokking 2022, hversu margir þurfa að slíta krossband?" Sagði Guðmann.

„Mér finnst það verst, skítt með þessi úrslit. Það að missa leikmann í krossbandaslit og þurfa að spila á þessum fokking ömurlega velli, það er bara skömm að því."

Fannar Daði Malmquist Einarsson hjá Þór og Daði Bergsson þurftu að fara af velli fegna hnémeiðsla eftir að hafa fest sig í grasinu.

„Maður er búinn að heyra um þennan skíta fokking völl og það er enn verið að spila hérna. Maður er allan veturinn að æfa og svo kemur maður á þennan völl og slítur kannski krossband, þetta er djók, KSÍ ætti að skammast sín fyrir að leyfa þennan völl. Nú er ég búinn að tuða nóg," sagði Guðmann að lokum.

Viðtalið við Guðmann í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner