Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fös 06. maí 2022 20:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guðmann brjálaður - „Hversu margir þurfa að slíta krossbönd?"
Lengjudeildin
Guðmann í leik með FH
Guðmann í leik með FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er ekki gaman að tapa svona, fá á sig mark seint í leiknum sérstaklega því mér fannst við eiga vera löngu búnir að klára leikinn," fyrirliði Kórdrengja eftir tap liðsins gegn Þór í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar.


Lestu um leikinn: Þór 1 -  0 Kórdrengir

Leikurinn fór fram í Boganum á Akureyri en hann hefur verið mikið milli tannanna á fólki þar sem völlurinn er svo gott sem ónýtur. Guðmann hafði sitt að segja um aðstæðurnar.

„Það sem mér finnst mest fúlt er að þurfa að spila á þessum hörmulega velli hérna. Það slíta hugsanlega tveir krossband hérna. Það er fokking 2022, hversu margir þurfa að slíta krossband?" Sagði Guðmann.

„Mér finnst það verst, skítt með þessi úrslit. Það að missa leikmann í krossbandaslit og þurfa að spila á þessum fokking ömurlega velli, það er bara skömm að því."

Fannar Daði Malmquist Einarsson hjá Þór og Daði Bergsson þurftu að fara af velli fegna hnémeiðsla eftir að hafa fest sig í grasinu.

„Maður er búinn að heyra um þennan skíta fokking völl og það er enn verið að spila hérna. Maður er allan veturinn að æfa og svo kemur maður á þennan völl og slítur kannski krossband, þetta er djók, KSÍ ætti að skammast sín fyrir að leyfa þennan völl. Nú er ég búinn að tuða nóg," sagði Guðmann að lokum.

Viðtalið við Guðmann í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner