Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
Hólmar: Vestri gerir það sem Vestri gerir vel
Túfa: Boltinn dansaði mjög oft á línunni í dag
Nik: Gott að komast aftur í deildar rútínu
Tilfinningaríkur Guy Smit klökkur í lokin - „langar bara að segja að ég elska þau"
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
   fös 06. maí 2022 20:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guðmann brjálaður - „Hversu margir þurfa að slíta krossbönd?"
Lengjudeildin
Guðmann í leik með FH
Guðmann í leik með FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er ekki gaman að tapa svona, fá á sig mark seint í leiknum sérstaklega því mér fannst við eiga vera löngu búnir að klára leikinn," fyrirliði Kórdrengja eftir tap liðsins gegn Þór í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar.


Lestu um leikinn: Þór 1 -  0 Kórdrengir

Leikurinn fór fram í Boganum á Akureyri en hann hefur verið mikið milli tannanna á fólki þar sem völlurinn er svo gott sem ónýtur. Guðmann hafði sitt að segja um aðstæðurnar.

„Það sem mér finnst mest fúlt er að þurfa að spila á þessum hörmulega velli hérna. Það slíta hugsanlega tveir krossband hérna. Það er fokking 2022, hversu margir þurfa að slíta krossband?" Sagði Guðmann.

„Mér finnst það verst, skítt með þessi úrslit. Það að missa leikmann í krossbandaslit og þurfa að spila á þessum fokking ömurlega velli, það er bara skömm að því."

Fannar Daði Malmquist Einarsson hjá Þór og Daði Bergsson þurftu að fara af velli fegna hnémeiðsla eftir að hafa fest sig í grasinu.

„Maður er búinn að heyra um þennan skíta fokking völl og það er enn verið að spila hérna. Maður er allan veturinn að æfa og svo kemur maður á þennan völl og slítur kannski krossband, þetta er djók, KSÍ ætti að skammast sín fyrir að leyfa þennan völl. Nú er ég búinn að tuða nóg," sagði Guðmann að lokum.

Viðtalið við Guðmann í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner