Man Utd setur verðmiða á Garnacho - Everton og Wolves hafa áhuga á Pepe - Sané skiptir um umboðsmann
   þri 06. maí 2025 15:10
Elvar Geir Magnússon
Cristiano Ronaldo yngri valinn í portúgalska U15 landsliðið
Cristiano Ronaldo Jr.
Cristiano Ronaldo Jr.
Mynd: EPA
Elsti sonur Cristiano Ronaldo hefur verið valinn í U15 landslið Portúgals í fyrsta sinn.

Hinn 14 ára gamli Cristiano Ronaldo Jr er eins og faðir sinn á mála hjá Al-Nassr í Sádi-Arabíu.

Ronaldo, sem er 40 ára og er einn besti fótboltamaður sögunnar, birti mynd af landsliðsvalinu á samfélagsmiðlum og skrifaði við: 'Stoltur af þér sonur'.

Ronaldo yngri mun taka þátt í móti sem fram fer í Króatíu 13. - 18. maí en portúgalska liðið mun mæta því japanska, gríska og enska.

Ronaldo eldri er enn að spila fyrir A-landslið Portúgals og hefur skorað 136 mörk fyrir þjóð sína, það er heimsmet. Hann á fimm börn.
Athugasemdir
banner