Í grein á football.london veltir greinarhöfundur fyrir sér möguleikum Mikel Arteta, stjóra Arsenal, í liðsvali fyrir leikinn gegn PSG á morgun. Arsenal er 0-1 undir þennan seinni undanúrslitaleik sem fer fram í París.
Riccardo Calafiori virðist vera heill og gæti komið inn í hjarta varnarinnar, komið inn fyrir Jakob Kiwior og spilað við William Saliba.
Jurrien Timber er tæpur og er þeim möguleika velt upp að Thomas Partey, sem var í banni í fyrri leiknum, geti komið inn í hægri bakvörðinn. Annar kostur í hægri bakvörðinn er Ben White sem spilaði gegn Bournemouth um helgina.
Riccardo Calafiori virðist vera heill og gæti komið inn í hjarta varnarinnar, komið inn fyrir Jakob Kiwior og spilað við William Saliba.
Jurrien Timber er tæpur og er þeim möguleika velt upp að Thomas Partey, sem var í banni í fyrri leiknum, geti komið inn í hægri bakvörðinn. Annar kostur í hægri bakvörðinn er Ben White sem spilaði gegn Bournemouth um helgina.
Óvæntasta pælingin var sú hvort að Arteta myndi skella fyrirliðanum Martin Ödegaard á bekkinn og spila Ethan Nwaneri sem sóknarsinnuðum miðjumanni.
Ödegaard hefur ekki sýnt sitt rétta andlit síðutu mánuði og fór í taugarnar á stuðningsmönnum Arsenal í tapinu gegn Bournemouth. Nwaneri er 18 ár og gæti komið inn á miðsvæðið. Hann er gífurlega hæfileikaríkur og hefur skoraði níu mörk á þessu tímabili. „Þetta yrði risastór ákvörðun, en gæti verið áhættunar virði," er skrifað í greininni.
Leikurinn annað kvöld hefst klukkan 19:00. Í kvöld tekur Inter á móti Barcelona í hinu undanúrslitaeinvíginu.
Athugasemdir