Man Utd setur verðmiða á Garnacho - Everton og Wolves hafa áhuga á Pepe - Sané skiptir um umboðsmann
   þri 06. maí 2025 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arsenal varað við „brjáluðu" kvöldi í París
Dembele, Hakimi og Kvaradona.
Dembele, Hakimi og Kvaradona.
Mynd: EPA
„Þetta verður mjög sérstakt kvöld í París. Andrúmsloftið verður brjálað og allir verða á bakvið okkur á leikvanginum og fyrir utan hann. Við þurfum á því að halda að þeir styðji okkur allt til enda," sagði Achraf Hakimi, hægri bakvörður PSG, á fréttamannafundi í gær.

Annað kvöld, klukkan 19:00, tekur PSG á móti Arsenal í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. PSG vann fyrri leikinn 0-1 í London.

„Öll borgin hefur verið með okkur, það er vilji, þetta verður sturlað andrúmsloft og það mun myndast pressa."

„T.d. á móti Manchester City, þá vorum við undir og stuðningsmenn hjálpuðu okkur að snúa því við."

„Stuðningsmenn vita hversu mikið við höfm lagt á okkur, vita hversu langt við erum komnir og að við viljum gera þetta fyrir þá. Liðið er með mikið sjálfstraust, við hlökkum til að leikurinn byrji og höfum trú á því að við getum komist í úrslitaleikinn. Við vildum helst að leikurinn væri að byrja núna. Þetta er klárlega einn mest spennandi leikur sem ég hef spilað því þetta hefur svo mikla þýðingu fyrir félagið, verkefnið er að vinna keppnina og við vitum að við erum einu skrefi frá úrslitaleiknum,"
sagði Hakimi.
Athugasemdir
banner
banner