Aston Villa sakar úrvalsdeildina um fordóma eftir að ákveðið var að færa leik Aston Villa og Tottenham fram um tvo daga seinna í þessum mánuði.
Leikurinn fer fram föstudaginn 16. maí en átti upprunalega að fara fram 18. maí. Það eru því einungis tíu dagar í leikinn og Aston Villa er ósátt með þennan stutta fyrirvara fyrir stuðningsmenn félagsins.
Leikurinn fer fram föstudaginn 16. maí en átti upprunalega að fara fram 18. maí. Það eru því einungis tíu dagar í leikinn og Aston Villa er ósátt með þennan stutta fyrirvara fyrir stuðningsmenn félagsins.
Aston Villa samþykkti með semingi að leikurinn yrði færður. Félaginu finnst óþarflega mikið verið að spá í hvað henti andstæðingunum, gestaliðinu, best, frekar en að spá í þörfum stuðningsmanna heimaliðsins.
Leikurinn átti að fara fram sunnudaginn 20. maí en fer fram á föstudagskvöldið 18. maí. Það er gert vegna þess að miklar líkur eru á því að Tottenham leiki til úrslita í Evrópudeildinni 23. maí, líklega gegn Man Utd en það verður ljóst núna á fimmtudagskvöldið.
Yfirmaður fótboltamála hjá Villa, Damien Vidagany, skrifaði á X að hann sé í hreinskilni ekki ánægður með það.
„Við reyndum virkilega að verja okkar stuðningsmenn (okkar aðalverkefni) og halda leiknum á sunnudegi. Það hefur ekkert með Spurs að gera."
„Þegar aðrir kostir voru skoðaðir (mun verra að spila á miðvikudag eða fimmtudag) varð þetta niðurstaðan, minnsti skaðinn. Þetta er eins og það er. Vonandi, í framtíðinni, ef við þurfum á breytingu að halda til að hjálpa okkur í Evrópu, þá fáum við hana. Við fundum ekki fyrir þeim stuðningi á síðasta tímabili - og ekki á þessu tímabili heldur," skrifaði Vidagany meðal annars.
Fixture changed and honestly, not happy. But it could be even worst. We really pushed -everyone in the club at different levels- with solid and fair grounds to protect our fans ( our main task and duty) and keep the Spurs match on Sunday. Nothing against Spurs. Considering the…
— Damian Vidagany (@DV1874) May 6, 2025
Athugasemdir