Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 06. júní 2020 14:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Æfingaleikur: Leiknir fór í Garðabæinn og vann Stjörnuna
Flottur sigur Leiknismanna.
Flottur sigur Leiknismanna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 2 - 3 Leiknir R.
0-1 Vuk Oskar Dimitrijevic
0-2 Máni Austmann Hilmarsson
0-3 Sævar Atli Magnússon
1-3 Guðjón Baldvinsson
2-3 Guðjón Baldvinsson

Leiknir úr Breiðholti gerði góða ferð í Garðabæinn í dag þar sem liðið vann Stjörnuna, 3-2.

Leiknir leiddi 1-0 eftir fyrri hálfleikinn þar sem Vuk Oskar Dimitrijevic skoraði. Vuk gekk í raðir FH í vetur, en hann leikur samt sem áður með uppeldisfélaginu í sumar.

Gestirnir byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og skoruðu Máni Austmann Hilmarsson og fyrirliðinn Sævar Atli Magnússon. Staðan 3-0, heldur betur óvænt.

Guðjón Baldvinsson minnkaði muninn fyrir Stjörnuna, en í stöðunni 3-1 klúðraði Máni Austmann víti fyrir Leikni. Guðjón minnkaði muninn enn frekar fyrir Stjörnunan eftir það, en lengra komust heimamenn ekki.

Lokatölur 3-2 fyrir Leikni, sem er í Lengjudeildinni. Stjörnunni er spáð sjötta sæti í spá Fótbolta.net fyrir Pepsi Max-deildina.

Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner