Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 06. júní 2020 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Nagelsmann: Getum ekki leyft okkur Schick og Angelino
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Julian Nagelsmann ræddi við Bild eftir 1-1 jafntefli RB Leipzig gegn botnliði Paderborn í þýska boltanum í dag.

Nagelsmann var spurður út í tvo lánsmenn sem eru hjá liðinu, vinstri bakvörðinn Angelino og framherjann Patrick Schick.

Þjálfarinn ungi sagði að félagið gæti ekki leyft sér að kaupa lánsmennina að svo stöddu vegna efnahagsáhrifa Covid-19.

Angelino er hjá félaginu að láni frá Manchester City og hefur verið að gera góða hluti frá komu sinni í janúar. Hann er með sæti í byrjunarliðinu og er búinn að skora eitt mark í níu leikjum.

Í lánssamningi Angelino er kaupmöguleiki sem hljóðar uppá 25 milljónir punda en Nagelsmann hefur ekki trú á að félagið muni nýta þann möguleika.

Schick kom að láni frá Roma í fyrra og er búinn að skora 10 mörk í 19 deildarleikjum, þar af þrjú í síðustu þremur. Hann er 24 ára gamall og er kaupmöguleiki í lánssamningnum sem hljóðar uppá 25 milljónir evra.

„Við stefnum á Meistaradeildarsæti og þó við náum því þá hef ég ekki trú á að við getum leyft okkur að kaupa Schick og Angelino. Við getum ekki hent frá okkur pening á erfiðum tímum."

Þýskir fjölmiðlar telja þó mögulegt að stjórnendur Leipzig reyni að semja um lægra kaupverð fyrir leikmennina tvo þar sem félagið hefur mikinn áhuga á þeim.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner