Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 06. júní 2020 17:54
Ívan Guðjón Baldursson
Selfoss meistari meistaranna eftir sigur á Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 1 - 2 Selfoss
1-0 Elín Metta Jensen ('37)
1-1 Tiffany McCarty ('52)
1-2 Anna María Friðgeirsdóttir ('80)

Valur og Selfoss áttust við í fyrsta leik kvennatímabilsins hér á landi. Liðin mættust í Meistarakeppni KSÍ þar sem Íslandsmeistarar Vals mættu bikarmeisturum Selfoss á Origo vellinum.

Valur var við stjórn í fyrri hálfleik og verðskuldaði að leiða 1-0 í leikhlé. Elín Metta Jensen gerði eina markið eftir frábæran undirbúning frá Hlín Eiríksdóttur.

Selfyssingar voru sterkari þegar seinni hálfleikurinn var flautaður á og jafnaði Tiffany McCarty með laglegu marki eftir góða fyrirgjöf frá Hólmfríði Magnúsdóttur. Hægt var að setja spurningarmerki við Söndru Sigurðardóttur í marki Vals.

Valur komst nálægt því að taka forystuna á ný en það var á 80. mínútu sem Anna María Friðgeirsdóttir, uppalinn Selfyssingur og fyrirliði liðsins, skoraði gegn gangi leiksins.

Ekki tókst að hreinsa boltann nógu vel frá marki Vals og lét Anna María vaða með skoti utan teigs, sem sveif yfir Söndru í markinu. Aftur hægt að setja spurningarmerki við hennar þátt.

Valskonur reyndu að jafna en sköpuðu ekki færi og Selfoss stendur uppi sem sigurvegari í Meistarakeppni KSÍ.

Sjá textalýsingu
Athugasemdir
banner
banner
banner