Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 06. júní 2021 13:30
Aksentije Milisic
Óraunhæfar kröfur Conte urðu til þess að Spurs réði hann ekki
Mynd: Getty Images
Það slitnaði upp úr samningsviðræðum Tottenham Hotspur við Antonio Conte vegna óraunhæfu kröfu hans fyrir leikmannakaup.

Viðræður áttu sér stað í síðustu viku og var Conte skotmark númer eitt hjá Tottenham. Conte var ekki viss hvar metnaður Tottenham lægi.

Conte vildi fá fimmtán milljónir punda á ári frá félaginu auk 100 milljónir punda í leikmannakaup. Þetta gat Daniel Levy ekki samþykkt.

Conte vildi vera viss um að það væri alvara hjá Tottenham að vinna titla og berjast um þá stærstu. Þess vegna vildi hann fá mikinn pening til að kaupa leikmenn.

Conte yfirgaf Inter á dögunum en þar lenti hann upp á kant við forseta félagins. Inter á í fjárhagsvandræðum og ætlar að selja suma af sínum bestu leikmönnum.

Um leið og Conte varð laus þá setti Tottenham sig í samband við hann. Nú er ljóst að hann tekur ekki við liðinu.
Athugasemdir
banner
banner