Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   þri 06. júní 2023 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Búinn að spila eitt tímabil en Umtiti er nú þegar bestur í sögu félagsins
Umtiti í leik með Lecce.
Umtiti í leik með Lecce.
Mynd: EPA
Franski varnarmaðurinn Samuel Umtiti náði að koma ferlinum aftur af stað með ítalska félaginu Lecce á tímabilinu sem er að líða.

Umtiti, sem er 29 ára, lék með Barcelona frá 2016 til 2022 og átti hann góða kafla þar, en undir lokin var hann mikið meiddur og náði ekkert að beita sér.

Hann fór því til Ítalíu þar sem hann hefur náð að endurreisa ferilinn með Íslendingaliði Lecce.

Pinuccio Milli, sem er þekktur fyrir að vera harðasti stuðningsmaður Lecce, gengur svo langt að segja að Umtiti sé besti leikmaður í sögu félagsins.

„Hann var eins og Messías fyrir okkur. Án hans þá hefðum við aldrei haldið okkur uppi. Hann er ekki bara besti varnarmaður sem við höfum séð hérna, hann er besti leikmaður í sögu Lecce," segir Milli í samtali við L'Equipe.

Þórir Jóhann Helgason leikur einnig með Lecce sem tókst að enda í 16. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner