Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
   þri 06. júní 2023 07:45
Elvar Geir Magnússon
Gundogan hefur úr ýmsu að velja - Tottenham reynir við Maddison og Raya
Powerade
Hvað gerir Ilkay Gundogan?
Hvað gerir Ilkay Gundogan?
Mynd: Getty Images
Real Madrid vill Harry Kane.
Real Madrid vill Harry Kane.
Mynd: Getty Images
Zaha til Spánar?
Zaha til Spánar?
Mynd: EPA
Markvörðurinn Diogo Costa.
Markvörðurinn Diogo Costa.
Mynd: Getty Images
Velkomin í slúðurpakka dagsins. Gundogan, Kane, Maddison, Lewandowski, Ugarte, Caicedo, Mac Allister, Zaha og fleiri í pakkanum í dag.

Ilkay Gundogan (32), leikmaður Manchester City, gæti snúið aftur til Borussia Dortmund í sumar þar sem Barcelona hefur ekki efni á launakröfum hans. Gundogan er að renna út á samningi við City. (Bild)

Barcelona reynir að fá Gundogan og leikmaðurinn er einnig með samningstilboð frá Arsenal. Þá á hann von á freistandi tilboði frá Sádi-Arabíu. (Sport)

Fyrsta tilboð Real Madrid í Harry Kane (29) verður í kringum 70 milljónir punda en Tottenham hefur verðlagt enska sóknarmanninn á yfir 100 milljónir punda. (Sport)

Ange Postecoglou, verðandi stjóri Tottenham, mun fá stuðning til að veita Newcastle samkeppni um enska miðjumanninn James Maddison (26) hjá Leicester. Þá verður reynt að fá spænska markvörðinn David Raya (26) frá Brentford og enska varnarmanninn Max Kilman (26) frá Wolves. (Mirror)

Paris St-Germain hefur skákað Chelsea í baráttunni um úrúgvæska miðjumanninn Manuel Ugarte (22) hjá Sporting Lissabon. (L'Equipe)

Chelsea hefur beint einbeitingu sinni að ekvadorska miðjumanninum Moises Caicedo (21) eftir að hafa misst af Ugarte. (Standard)

Chelsea hefur einnig endurnýjað áhuga á belgíska miðjumanninum Romeo Lavia (19) hjá Southampton. (Express)

Alexis Mac Allister (24) mun skrifa undir fimm ára samning við Liverpool, hann kemur frá Brighton. (Guardian)

Atletico Madrid hefur sent fyrirspurn um Wilfried Zaha (30) en Fílabeinsstrendingurinn verður fáanlegur á frjálsri sölu ef hann ákveður að samþykkja ekki nýjan samning hjá Crystal Palace. Mail)

Liverpool er tilbúið að borga Barcelona 30 milljónir punda fyrir miðjumanninn Franck Kessie (26). (Sport)

Tottenham hefur sett sig í samband við Everton um möguleg sumarkaup á enska markverðinum Jordan Pickford (29). Verðmiðinn gæti fælt félagið frá en hann er samningsbundinn til 2027. (Football Transfers)

Robert Lewandowski (34) hefur engar áætlanir um að yfirgefa Barcelona en hann hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu. (Mundo Deportivo)

Aston Villa hefur blandað sér í baráttuna um að fá Youri Tielemans (26) eftir að belgíski miðjumaðurinn yfirgaf Leicester í kjölfarið á falli liðsins. (Athletic)

Portúgalski markvörðurinn Diogo Costa (23) segist búast við því að vera áfram hjá Porto, hann hefur verið orðaður við Manchester United. (Mail)

N'Golo Kante (32) er opinn fyrir því að vera áfram hjá Chelsea en franski miðjumaðurinn hefur ekki gert samkomulag um nýjan samning. Al-Ittihad og Al-Nassr í Sádi-Arabíu hafa áhuga á að fá hann í sumar. (Fabrizio Romano)

Newcastle United hefur fengið þær upplýsingar að enski miðjumaðurinn Kalvin Phillips (27) hyggst vera áfram hjá Manchester City. (Telegraph)

Newcastle leggur aukna áherslu á að fá tyrkneska miðjumanninn Arda Guler (18) frá Fenerbahce. (Football Insider)

Real Madrid hefur sent Bayern München fyrirspurn um kanadíska vinstri bakvörðinn Alphonso Davies (22). (Marca)

Inter vill fá enska varnarmanninn Trevoh Chalobah (23) frá Chelsea. (Football Insider)

Brighton býr sig undir að tilkynna um komu þýska miðjumannsins Mahmoud Dahoud (27) frá Borussia Dortmund á frjálsri sölu. (Football Insider)

West Ham hefur áhuga á þremur miðjumönnum; James Ward-Prowse (28) hjá Southampton, Conor Gallagher (23) hjá Chelsea og Scott McTominay (26) hjá Manchester United. (Football Transfers)

Sænska varnarmanninum Victor Lindelöf (28) verður boðinn nýr samningur hjá Manchester United. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner