Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   þri 06. júní 2023 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool gæti selt Carvalho með endurkaupsrétti
Mynd: Getty Images

RB Leipzig hefur áhuga á að kaupa Fabio Carvalho frá Liverpool en enska úrvalsdeildarfélagið hafnaði opnunartilboðinu frá Þýskalandi.


Leipzig er að undirbúa nýtt tilboð í ungstirnið sem hefur ekki fengið mikið af tækifærum frá komu sinni til Liverpool í fyrra.

Carvalho er ósáttur með lítinn spiltíma hjá sínu nýja félagi og vill ólmur halda á önnur mið þar sem hann fær fleiri mínútur. Þjálfarateymi Liverpool hefur miklar mætur á Carvalho og er talið að hann geti orðið mikilvægur leikmaður fyrir félagið í framtíðinni.

Þess vegna er Liverpool ekki tilbúið til að selja Carvalho, nema með sérstöku ákvæði um endurkaupsrétt. Svona ákvæði eru þekkt fyrirbæri í fótboltaheiminum og virka hálfpartinn eins og langtíma lánssamningar.

Sjá einnig:
Carvalho ósáttur og lætur alla vita af því
Liverpool hafnaði tilboði frá Meistaradeildarfélagi í Carvalho


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner