Arsenal ætlar að gera janúartilboð í Douglas Luiz - City og Liverpool hafa líka áhuga - Guehi efstur á óskalista Man Utd
   mán 29. maí 2023 16:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Liverpool hafnaði tilboði frá Meistaradeildarfélagi í Carvalho
Mynd: EPA

Mörg félög hafa sýnt Fabio Carvalho leikmanni Liverpool mikinn áhuga en enska félagið er ekki tilbúið til að selja leikmanninn.


Carvalho gekk til liðs við Liverpool frá Fulham síðasta sumar en hefur ekki spilað eins mikið og hann hefði kosið.

Hann er sagður vilja fara frá félaginu en liðið er ekki tilbúið til að selja hann en er opið fyrir því að lána hann eða setja ákvæði í samninginn um að geta keypt hann aftur.

Hann hefur aðeins einu sinni verið í byrjunarliðinu eftir áramaót en Sky Sports greinir frá því að Liverpool hafi hafnað tilboði frá ónefndu liði sem leikur í Meistaradeildinni. Þá hafa mörg lánstilboð borist sem hafa ekki heillað Liverpool.

Jurgen Klopp hefur mikla trú á þessum tvítuga Portúgala.

„Enginn leikmaður hefur heillað mig eins mikið og Carvalho. Þessi hæfileikaríki drengur kom hingað með stóra drauma og miklar væntingar og það hefur ekki gengið upp. Þetta var fínt í byrjun en hefur ekki gengið upp. Vinnuframlagið hans mun gefa honum frábæran feril," sagði Klopp.


Enski boltinn - Verðlaun veitt eftir að veislan kláraðist
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner