Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   þri 06. júní 2023 10:00
Elvar Geir Magnússon
Redknapp spenntur fyrir Postecoglou
Ange Postecoglou.
Ange Postecoglou.
Mynd: Getty Images
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, er virkilega spenntur fyrir Ange Postecoglou sem var kynntur sem nýr stjóri liðsins í dag.

Sjá einnig:
Postecoglou nýr stjóri Tottenham (Staðfest)

„Ef ég væri stjórnarformaður Tottenham þá hefði hann verið meðal efstu nafna á mínu blaði. Það er mikil áfall fyrir stuðningsmenn Celtic að missa hann," segir Redknapp.

„Fyrir einhverjum árum stýrði ég landsliði Jórdaníu í tveimur leikjum og þá hitti ég Tim Cahill fyrir leiki gegn Ástralíu. Hann spjallaði við mig og talaði um að þjálfarinn þeirra væri gjörsamlega frábær. Ég hef munað eftir því síðan."

„Tim hefur spilað með svo mörgum stórum félögum, verið toppleikmaður og leikið undir stjórn frábærra stjóra. Hann var að segja mér frá manni frá Ástralíu sem ég hafði aldrei heyrt um. Ég hef fylgst með ferli hans síðan og Tim hafði rétt fyrir sér."

Postecoglou er ástralskur en fæddist í Grikklandi. Hann vann skosku þrennuna með Celtic á þessu tímabili en hann stýrði ástralska landsliðinu 2013-2017.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner