Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   þri 06. júní 2023 09:30
Elvar Geir Magnússon
Segir að Tottenham ætti að selja Kane
Mynd: EPA
Sparkspekingurinn Micah Richards, fyrrum varnarmaður enska landsliðsins, segir að Tottenham ættiað selja Harry Kane og gefa verðandi stjóra liðsins, Ange Postecoglou, tækifæri til að endurbyggja leikmannahópinn.

Samningur markahróksins Kane, sem er 29 ára, rennur út eftir eitt ár en Manchester United og Real Madrid vilja fá hann.

„Tottenham reiðir sig of mikið á hann," segir Richards.

„Félagið á að reyna að fá eins mikinn pening og hægt er fyrir hann og gefa nýjum stjóra fjármagn til að endurnýja liðið. Hjá Tottenham hefur allt snúist um Kane. Hann er góður í 'tíuhlutverkinu' en maður vill stundum sjá hann framar, en hann þarf stundum að gera allt sjálfur."

„Nú er rétti tíminn til að fá inn pening fyrir hann og endurreisa liðið."
Athugasemdir
banner
banner
banner