Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
banner
   þri 06. júní 2023 14:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Vonandi fær hann svo stöðuhækkun í aðalliðið"
Icelandair
watermark Kristian Nökkvi Hlynsson.
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 19 ára gamli Kristian Nökkvi Hlynsson var í dag valinn í A-landslið karla í fyrsta sinn.

Kristian er klárlega einn efnilegasti leikmaður landsins en hann er á mála hjá hollenska stórliðinu Ajax. Á nýafstöðu tímabili spilaði hann með varaliði Ajax í B-deildinni í Hollandi.

„Kristian þarf reynsluna sem fylgir því að vera í hópnum. Ég held að hann geti lært mikið af því að undirbúa sig fyrir landsleiki á hæsta stigi," sagði Hareide.

„Hann er með hæfileikana og hefur leikið afar vel hjá Ajax. Vonandi fær hann svo stöðuhækkun í aðalliðið og mun halda áfram að berjast um sæti þar. Ég held hann - með gæðin sem hann býr yfir - þurfi kannski að spila á hærra gæðastigi en í B-deildinni í Hollandi. Hann er ungur og þarf að þróa leik sinn áfram."

Hareide var svo spurður nánar út í Kristian í viðtali eftir fréttamannafundinn.

„Hann er mjög spennandi leikmaður. Ef hann getur lært af Birki, Aroni og þessum leikmönnum. Ef hann nær að þróa með sér rétta íslenska hjartað þá verður hann mjög góður leikmaður," sagði Hareide í viðtalinu en hægt er að horfa á það í heild sinni hér að neðan.

Kristian hefur verið lykilmaður í U21 landsliðinu þrátt fyrir ungan aldur en hann er gríðarlega spennandi miðjumaður.
Hareide í viðtali: Finnst hann vera tákn fyrir íslenska orku
Athugasemdir
banner
banner
banner