Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   fim 06. ágúst 2020 12:32
Magnús Már Einarsson
Ekki áfram fimm skiptingar í ensku úrvalsdeildinni
Félög í ensku úrvalsdeildinni ákváðu í dag að fara aftur yfir í þrjár skiptingar í leikjum.

Skiptingum var fjölgað í fimm í sumar þegar fótboltinn fór aftur í gang eftir hlé vegna kórónuveirunnar. Skiptingum var fjölgað til að minnka meiðslahættu og passa upp á leikmenn þegar leikjaálagið var mikið.

Félög hafa hins vegar núna ákveðið að fara aftur í hefðbundið þriggja skiptinga kerfi á komandi tímabili.

Einnig verða 18 leikmenn í leikmannahópum á ný en ekki 20 líkt og undanfarið.

Öll 20 félögin áttu atkvæðisrétt í dag en einungis níu voru fylgjandi því að halda fimm skiptingum áfram. Til að tillagan hefði gengið í gegn hefðu 14 félög þurft að vera samþykk henni.
Athugasemdir