Brynjar Snær er Borgnesingur sem árið 2017 gekk í raðir ÍA. Hann á að baki 36 mótsleiki í meistaraflokki og hefur í þeim skorað þrjú mörk.
Brynjar hefur leikið átta unglingalandsleiki til þessa og hefur komið við sögu í öllum leikjum ÍA í sumar nema einum. Brynjar segir frá hinni hliðinni sinni í dag.
Brynjar hefur leikið átta unglingalandsleiki til þessa og hefur komið við sögu í öllum leikjum ÍA í sumar nema einum. Brynjar segir frá hinni hliðinni sinni í dag.
Fullt nafn: Brynjar Snær Pálsson
Gælunafn: Binni, síðan kom ÞÞÞ með Binni Bolti aldrei verið mikill fan af því
Aldur: 18
Hjúskaparstaða: í sambandi
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2015 með Sköllunum í Passion
Uppáhalds drykkur: enginn drykkur með tærnar þar sem Nocco Raspberry blast er með hælana
Uppáhalds matsölustaður: Saffran er öflugur
Hvernig bíl áttu: Toyotu yaris, frekar lengi upp í 90, annars ljúfur
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Mindhunter og peaky blinders eru á toppnum
Uppáhalds tónlistarmaður: þessa stundina er það Rich the Kid og Creedence Clearwater
Fyndnasti Íslendingurinn: Hjörvar Hafliða þegar hann er með Blö og co
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Double jarðaber og oreo
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Drullaðu þér út! Það var eitthvað stress í mönnum
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: úff…. Líklega Þór
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Billy Gilmour er ágætur í bolta
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Þeir eru þrír efstir. Siggi jóns, Jói Kalli og Lalli Grétars
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: án efa Brynjólfur Willumsson
Sætasti sigurinn: Þegar við pökkuðum Levadia Tallinn saman á Skaganum.
Mestu vonbrigðin: að tapa fyrir Blikum í bikarúrslitum í fyrra, var nokkra daga að jafna mig á því
Uppáhalds lið í enska: Arsenal
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Myndi fá Stefán Ómar (shrek) aftur á Skagann, fáir sem nenna að rífa jafn mikinn kjaft og hann.
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: endalaus gæði í Ísaki Bergmann.
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Gísli Laxdal þegar hann nennir að setja gel í sig
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Kærastan
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Thierry Henry by far
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: úff.. þokkaleg gredda í Marcusi Johanson
Uppáhalds staður á Íslandi: Borgarnes! Veit að það eru margir Skagamenn sammála mér með það.
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: gula spjaldið á móti KA í fyrstu umferð. Hef nánast verið lagður í einelti af Árna Snæ eftir það.
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: slekk á símanum
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Sit yfirleitt límdur yfir íslensku körfunni
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: iðagrænum Nike Phantom
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: smíði, leið eins og fanga þegar ég var í þeim tímum
Vandræðalegasta augnablik: þegar Jónatan sólaði mig upp úr skónum í Krikanum, hann skuldar mér út að borða fyrir það
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: 1. Elís Dofra, verð að hafa einhvern til að atast í. 2. Bjarka Stein Bjarkason, hann mun halda öllum rólegum þarna. 3. Stefán Ómar Magnússon, gætum notað hann sem fleka!
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Vinstra eyrað er vel útstætt
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Bjarki Steinn, alltaf brosandi og sætur, síðan koma góðar banter laumur hjá honum
Hverju laugstu síðast: laug að pabba að ég væri búinn að millifæra
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: mögulega ekkert jafn þreytt og uppspil
Ef þú fengir eina spurning til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ég myndi spyrja Aaron Ramsey afhverju hann fór frá Arsenal
Athugasemdir