Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   þri 06. ágúst 2024 16:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ástbjörn og Gyrðir í KR og Kristján Flóki í FH (Staðfest)
Mættir í Vesturbæinn.
Mættir í Vesturbæinn.
Mynd: KR
Flóki mættur aftur í FH.
Flóki mættur aftur í FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Rétt í þessu tilkynnti KR að þeir Ástbjörn Þórðarson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson væru búnir að skrifa undir fimm ára samning við KR. Þeir yfirgefa FH og ganga í raðir KR nú þegar. Samningar þeirra við FH áttu að renna út eftir tímabilið.

Á sama tíma skrifar Kristján Flóki Finnbogason undir samning við FH en hann kemur frá KR. Ástbjörn og Gyrðir eru uppaldir í KR og Kristján Flóki er uppalinn í FH. Samningur Flóka við KR var út næsta tímabil.

Félagaskiptin hafa legið í loftinu að undanförnu og var gengið frá öllum lausum endum í dag.

Tilkynning KR:
Það gleður okkur alltaf að fá KR-inga aftur heim og er það mikið fagnaðarefni að fá þá Gyrði og Ástbjörn aftur í Frostaskjólið. Gyrðir getur leyst flestar stöður á vellinum en er miðvörður að upplagi og er Ástbjörn varnarmaður/hægri bakvörður.

Við bjóðum ykkur velkomna á æskuslóðirnar strákar og hlökkum til að sjá ykkur blómstra í KR treyjunni á ný.

Á sama tíma mun Kristján Flóki snúa aftur í Hafnarfjörðinn og þökkum við honum fyrir hans framlag til félagsins um leið og við óskum honum velfarnaðar á æskuslóðunum.

Tilkynning FH:
Fimleikafélagið vill þakka Gyrði og Ástbirni kærlega fyrir veru sína í Krikanum. Gangi ykkur vel í vesturbænum!

Athugasemdir
banner
banner