Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   þri 06. ágúst 2024 10:40
Elvar Geir Magnússon
Guehi vill fara norður
Marc Guehi (til vinstri) í baráttu við Son Heung-Min.
Marc Guehi (til vinstri) í baráttu við Son Heung-Min.
Mynd: Getty Images
Guardian segir allt stefna í að Marc Guehi verði leikmaður Newcastle. Viðræður félagsins við Crystal Palace eru sagðar ganga vel og talið að kaupverðið verði rúmlega 60 milljónir punda.

Þá segir blaðið að þessi 24 ára enski landsliðsmiðvörður vilji ólmur fara til Newcastle.

Guehi var einn besti leikmaður enska landsliðsins á EM í Þýskalandi.

Það hefur verið forgangsatriði hjá Eddie Howe og hans mönnum hjá Newcastle að fá inn varnarmann fyrir komandi átök í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner