Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   þri 06. ágúst 2024 12:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimsmeistari til West Ham (Staðfest)
Mynd: West Ham
West Ham tilkynnti rétt í þessu um komu Guido Rodriguez til félagsins. Rodriguez kemur á frjálsri sölu frá Real Betis þar sem samningur hans var útrunninn.

Hann er argentínskur landsliðsmaður sem lék einn leik með landsliðinu í á Copa America í sumar og var í landsliðshópnum þegar Argentína vann HM í Katar.

Rodriguez er varnarsinnaður miðjumaður sem uppalinn er hjá River Plate og lék svo með Club America þar sem hann var liðsfélagi Edson Alvarez sem gekk í raðir West Ham síðasta sumar. Saman unnu þeir mexíkósku tvennuna.

Tímabilið 2022 vann hann spænska bikarinn undir stjórn Manuel Pellegrini hjá Real Betis. Pellegrini er fyrrum stjóri West Ham.

Rodriguez, sem er þrítugur, er níundi Argentínumaðurinn til að spila með West Ham. Hinir eru: Mauricio Taricco, Lionel Scaloni (landsliðsþjálfari Argentínu), Javier Mascherano, Carlos Tevez, Mauro Zárate, Manuel Lanzini, Jonathan Calleri og Pablo Zabaleta.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner