Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   sun 04. ágúst 2024 12:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Virtist á leið til Barcelona en er að semja við West Ham
Rodriguez í leik með Betis í vetur.
Rodriguez í leik með Betis í vetur.
Mynd: EPA
Guido Rodriguez var sterklega orðaður við Barcelona snemma í sumar en ekkert varð því, mögulega vegna fjárhagsvandræða Barca. Eftir komu Hansi Flick til félagsins dó áhuginn út. Það var meira að segja fjullyrt að Rodriguez væri búinn að semja við Barca en það var greinilega ekki rétt.

Real Betis bauð Rodriguez nýjan samning í janúar en það varð ekki mikið úr því samtali, umboðsmaður leikmannsins vildi sjá talsvert hærri launatékka fyrir umbjóðanda sinn heldur Betis var tilbúið í.

Argentínski miðjumaðurinn er nú að klára læknisskoðun hjá West Ham og verður í kjölfarið tilkynntur sem nýr leikmaður enska félagsins.

Landsliðsmaðurinn kemur á frjáslri sölu þar sem samningur hans við Betis rann út í sumar. Hann var með argentínska landsliðinu á Copa America í sumar og kom við sögu í lokaleik riðlakeppninnar. Argentína endaði á að vinna mótið. Hann á að baki 30 landsleiki og var í hópnum árið 2022 þegar Argentína varð heimsmeistari.

Hinn þrítugi Rodriguez var í fjögur ár hjá Real Betis. Hann var einnig orðaður við Atalanta í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner