Ítalski landsliðssóknarmaðurinn Gianluca Scamacca meiddist illa á hné í æfingaleik með Atalanta og er búist við því að hann verði frá í sex mánuði.
Ítalski félagaskiptasérfræðingurinn geðþekki Matteo Moretto segir að Atalanta vilji fá Orra Stein Óskarsson, leikmann FC Kaupmannahafnar og íslenska landsliðsins, til að fylla skarð Scamacca.
Ítalski félagaskiptasérfræðingurinn geðþekki Matteo Moretto segir að Atalanta vilji fá Orra Stein Óskarsson, leikmann FC Kaupmannahafnar og íslenska landsliðsins, til að fylla skarð Scamacca.
Verðmiðinn á hinum nítján ára gamla Orra er sagður vera um 20 milljónir evra en hann skrifaði nýlega undir nýjan samning við FCK.
Orri hefur áður verið orðaður við Atalanta en í sumar hefur hann einnig verið orðaður við Girona, Real Sociedad, Stuttgart og Bologna.
Orri er ekki eini sóknarmaðurinn sem er orðaður við Atalanta því það er einnig Mateo Retegui leikmaður Genoa og ítalska landsliðsins.
Athugasemdir