
Sara Björk Gunnarsdóttir verður áfram í Sádi-Arabíu en hún hefur skrifað undir nýjan samning við Al-Qadsiah.
Sara Björk spilaði 19 leiki fyrir Al-Qadsiah í deild og bikar. Hún skoraði 11 mörk og lagði upp sex. Liðið hafnaði í 3. sæti deildarinnar með 35 stig í 18 leikjum.
Sara Björk spilaði 19 leiki fyrir Al-Qadsiah í deild og bikar. Hún skoraði 11 mörk og lagði upp sex. Liðið hafnaði í 3. sæti deildarinnar með 35 stig í 18 leikjum.
Hún er 34 ára en hún samdi við Al-Qadsiah fyrir ári síðan eftir að samningur hennar við Juventus rann út.
Sara Björk er uppalin hjá Haukum en síðan til liðs við Breiðablik. Hún hélt út í atvinnumennsku árið 2011 þegar hún gekk til liðs við Rosengard, hún lék einnig með Wolfsburg, Lyon áður en hún gekk síðan til liðs við Juventus.
Hún lék 145 landsleiki fyrir Ísland og skoraði 24 mörk á árunum 2007-2022.
???? pic.twitter.com/nDg2crk3YB
— ????? ???????? | AlQadsiah Ladies (@QadsiahWFC) August 6, 2025
Athugasemdir