Starfsmenn KSÍ óttuðust að njósnarar frá Moldóva væru mættir að fylgjast með æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 
Um var að ræða síðustu æfingu liðsins fyrir leik þjóðanna í undankeppni EM 2020 á morgun.
                
                                    Um var að ræða síðustu æfingu liðsins fyrir leik þjóðanna í undankeppni EM 2020 á morgun.
Þegar allt kom til alls var ekkert að óttast, U21 landslið Lúxemburg var í gönguferð og gekk framhjá vellinum og þrír fulltrúar þeirra sátu eftir og horfðu á.
Lúxemburg mætir Íslandi í undankeppni U21 á Víkingsvelli klukkan 17:00 í dag.
Hér að neðan má sjá myndir af þessu en á neðstu myndinni má sjá að annar hópur var mættur til að sjá íslensku leikmennina, enn saklausari.
Lars Erikssen markmannsþjálfari var að þjálfa markmennina þegar hann kom auga á óvænt andlit hinum megin við girðinguna.
            Hann gaf þeim tímamörk, þeir mættu vera þarna í þær 15 mínútur sem voru opnar fjölmiðlum og þeir höfðu sig svo á brott.
            Athugasemdir
                                                                
                                                        
        
            
            
            
            
            
            
