Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   fös 06. september 2019 20:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ray Anthony: ÍR vann þessa "fifty-fifty" bolta sem talað er um
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ömurleg tilfinning. Verð að gefa ÍR stelpunum það að þær komu grimmar og ákveðnar í leikinn og þær voru á köflum að vinna þessa 50:50 bolta. Við fengum alveg fullt af færum en vantaði gæði framávið. Þær fá vítaspyrnu. Ég var langt frá þessu en frá þeim stað þar sem ég stóð þá fannst mér þetta vera frekar ódýrt. Við áttum samt að skora nokkur mörk í þessum leik, það gerðist ekki og þá töpum við leikjum, sagði Ray Anthony Jónsson, þjálfari Grindavíkur, eftir 1-0 tap liðsins gegn ÍR í Inkasso-deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍR 1 - 0 Grindavík.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.

Tveir leikir eru eftir af leiktíðinni og staða Grindavíkur ekki sérstök í baráttunni um að halda sér uppi. Liðið er með jafnmörg stig og Augnablik sem mætir ÍA í kvöld. Augnablik var fyrir umferðina í næstneðsta sæti deildarinnar, fallsæti.

„Mér líst ágætlega á framhaldið. Við eigum möguleika og við förum í alla leiki til að vinna. Við verðum að hala inn stigum í þeim."

Helga Guðrún Kristinsdóttir fékk höfuðhögg snemma leiks og þurfti að yfirgefa völlinn skömmu seinna. Ray sagði ástandið á Helgu í lagi en slæmt hefði verið að missa hana af velli.

„Ég held að hún sé í lagi eins og er. Það var slæmt að missa gæði hennar af vellinum. Það var stór biti fyrir okkur að kyngja að missa hana úr framlínunni," sagði Ray að lokum.
Athugasemdir
banner