Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
banner
   fös 06. september 2019 20:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ray Anthony: ÍR vann þessa "fifty-fifty" bolta sem talað er um
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ömurleg tilfinning. Verð að gefa ÍR stelpunum það að þær komu grimmar og ákveðnar í leikinn og þær voru á köflum að vinna þessa 50:50 bolta. Við fengum alveg fullt af færum en vantaði gæði framávið. Þær fá vítaspyrnu. Ég var langt frá þessu en frá þeim stað þar sem ég stóð þá fannst mér þetta vera frekar ódýrt. Við áttum samt að skora nokkur mörk í þessum leik, það gerðist ekki og þá töpum við leikjum, sagði Ray Anthony Jónsson, þjálfari Grindavíkur, eftir 1-0 tap liðsins gegn ÍR í Inkasso-deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍR 1 - 0 Grindavík.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.

Tveir leikir eru eftir af leiktíðinni og staða Grindavíkur ekki sérstök í baráttunni um að halda sér uppi. Liðið er með jafnmörg stig og Augnablik sem mætir ÍA í kvöld. Augnablik var fyrir umferðina í næstneðsta sæti deildarinnar, fallsæti.

„Mér líst ágætlega á framhaldið. Við eigum möguleika og við förum í alla leiki til að vinna. Við verðum að hala inn stigum í þeim."

Helga Guðrún Kristinsdóttir fékk höfuðhögg snemma leiks og þurfti að yfirgefa völlinn skömmu seinna. Ray sagði ástandið á Helgu í lagi en slæmt hefði verið að missa hana af velli.

„Ég held að hún sé í lagi eins og er. Það var slæmt að missa gæði hennar af vellinum. Það var stór biti fyrir okkur að kyngja að missa hana úr framlínunni," sagði Ray að lokum.
Athugasemdir
banner
banner