Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
   fös 06. september 2019 20:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ray Anthony: ÍR vann þessa "fifty-fifty" bolta sem talað er um
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ömurleg tilfinning. Verð að gefa ÍR stelpunum það að þær komu grimmar og ákveðnar í leikinn og þær voru á köflum að vinna þessa 50:50 bolta. Við fengum alveg fullt af færum en vantaði gæði framávið. Þær fá vítaspyrnu. Ég var langt frá þessu en frá þeim stað þar sem ég stóð þá fannst mér þetta vera frekar ódýrt. Við áttum samt að skora nokkur mörk í þessum leik, það gerðist ekki og þá töpum við leikjum, sagði Ray Anthony Jónsson, þjálfari Grindavíkur, eftir 1-0 tap liðsins gegn ÍR í Inkasso-deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍR 1 - 0 Grindavík.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.

Tveir leikir eru eftir af leiktíðinni og staða Grindavíkur ekki sérstök í baráttunni um að halda sér uppi. Liðið er með jafnmörg stig og Augnablik sem mætir ÍA í kvöld. Augnablik var fyrir umferðina í næstneðsta sæti deildarinnar, fallsæti.

„Mér líst ágætlega á framhaldið. Við eigum möguleika og við förum í alla leiki til að vinna. Við verðum að hala inn stigum í þeim."

Helga Guðrún Kristinsdóttir fékk höfuðhögg snemma leiks og þurfti að yfirgefa völlinn skömmu seinna. Ray sagði ástandið á Helgu í lagi en slæmt hefði verið að missa hana af velli.

„Ég held að hún sé í lagi eins og er. Það var slæmt að missa gæði hennar af vellinum. Það var stór biti fyrir okkur að kyngja að missa hana úr framlínunni," sagði Ray að lokum.
Athugasemdir