Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
banner
   fös 06. september 2019 20:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ray Anthony: ÍR vann þessa "fifty-fifty" bolta sem talað er um
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ömurleg tilfinning. Verð að gefa ÍR stelpunum það að þær komu grimmar og ákveðnar í leikinn og þær voru á köflum að vinna þessa 50:50 bolta. Við fengum alveg fullt af færum en vantaði gæði framávið. Þær fá vítaspyrnu. Ég var langt frá þessu en frá þeim stað þar sem ég stóð þá fannst mér þetta vera frekar ódýrt. Við áttum samt að skora nokkur mörk í þessum leik, það gerðist ekki og þá töpum við leikjum, sagði Ray Anthony Jónsson, þjálfari Grindavíkur, eftir 1-0 tap liðsins gegn ÍR í Inkasso-deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍR 1 - 0 Grindavík.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.

Tveir leikir eru eftir af leiktíðinni og staða Grindavíkur ekki sérstök í baráttunni um að halda sér uppi. Liðið er með jafnmörg stig og Augnablik sem mætir ÍA í kvöld. Augnablik var fyrir umferðina í næstneðsta sæti deildarinnar, fallsæti.

„Mér líst ágætlega á framhaldið. Við eigum möguleika og við förum í alla leiki til að vinna. Við verðum að hala inn stigum í þeim."

Helga Guðrún Kristinsdóttir fékk höfuðhögg snemma leiks og þurfti að yfirgefa völlinn skömmu seinna. Ray sagði ástandið á Helgu í lagi en slæmt hefði verið að missa hana af velli.

„Ég held að hún sé í lagi eins og er. Það var slæmt að missa gæði hennar af vellinum. Það var stór biti fyrir okkur að kyngja að missa hana úr framlínunni," sagði Ray að lokum.
Athugasemdir
banner