banner
   fös 06. september 2019 20:45
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni EM: Holland skoraði fjögur í Þýskalandi
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Leikjum kvöldsins í undankeppni EM 2020 er lokið og hafði Holland betur í stórleik umferðarinnar.

Holland heimsótti Þýskaland í leit að hefnd eftir 2-3 tap í fyrri leiknum á heimavelli.

Í kvöld skoraði Serge Gnabry sitt áttunda mark í níu landsleikjum og leiddu heimamenn eftir jafnan fyrri hálfleik.

Hollendingar komu grimmir út í síðari hálfleikinn og tóku öll völd á vellinum. Frenke de Jong jafnaði og komust gestirnir yfir skömmu síðar þegar Jonathan Tah varð fyrir því óláni að fá boltann í sig og skora sjálfsmark.

Toni Kroos jafnaði úr vítaspyrnu en yfirburðir Hollendinga héldu áfram. Donyell Malen kom þeim yfir á 79. mínútu og innsiglaði Georginio Wijnaldum glæsilegan sigur með góðu marki eftir vel útfærða skyndisókn í uppbótartíma.

Hollendingar verðskulduðu sigurinn fyllilega og er afar spennandi þriggja liða toppbarátta í C-riðli þar sem Norður-Írar eru komnir með tólf stig eftir fjórar umferðir.

C-riðill:
Þýskaland 2 - 4 Holland
1-0 Serge Gnabry ('9)
1-1 Frenkie de Jong ('59)
1-2 Jonathan Tah ('66, sjálfsmark)
2-2 Toni Kroos ('73, víti)
2-3 Donyell Malen ('79)
2-4 Georginio Wijnaldum ('91)



Króatía jafnaði Ungverjaland á toppi E-riðils með stórsigri á útivelli gegn Slóvakíu. Bæði lið eru með níu stig eftir fjórar umferðir.

Nikola Vlasic, Ivan Perisic, Bruno Petkovic og Dejan Lovren gerðu mörk Króata í auðveldum sigri.

Slóvakar eru þremur stigum á eftir Króötum í nokkuð jöfnum riðli. Þeir eru með sex stig, rétt eins og Wales sem lagði Aserbaídsjan að velli.

Gareth Bale var í lykilhlutverki og gerði sigurmark heimamanna á 84. mínútu en staðan var 1-1 fram að því.

Bale átti einnig þátt í opnunarmarkinu sem fór af tveimur varnarmönnum áður en boltinn hafnaði í netinu.

E-riðill:
Slóvakía 0 - 4 Króatía
0-1 Nikola Vlasic ('45)
0-2 Ivan Perisic ('47)
0-3 Bruno Petkovic ('72)
0-4 Dejan Lovren ('89)

Wales 2 - 1 Aserbaídsjan
1-0 P. Pashaev ('26, sjálfsmark)
1-1 M. Emreli ('59)
2-1 Gareth Bale ('84)



Pólverjar töpuðu þá fyrstu stigunum og fengu fyrstu mörkin á sig eftir fullkomna byrjun á undankeppninni.

Þeir heimsóttu Slóveníu í kvöld og verðskulduðu heimamenn sigurinn fyllilega. Pólland er á toppi G-riðils á meðan Slóvenía er í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir.

Í öðru sæti er Austurríki sem vann þriðja leikinn sinn í röð er Lettland kíkti í heimsókn.

Heimamenn gerðu sér lítið fyrir og skoruðu sex mörk í leiknum, Marko Arnautovic setti tvennu.

G-riðill:
Slóvenía 2 - 0 Pólland
1-0 Al. Struna ('35)
2-0 A. Sporar ('65)

Austurríki 6 - 0 Lettland
1-0 Marko Arnautovic ('6)
2-0 Marcel Sabitzer ('13)
3-0 Marko Arnautovic ('53, víti)
4-0 P. Steinbors ('76, sjálfsmark)
5-0 Konrad Laimer ('80)
6-0 Michael Gregoritsch ('85)



Að lokum var spilað í I-riðli og þar er ljóst að Skotland er svo gott sem búið að missa af sæti á EM eftir tap gegn Rússlandi.

John McGinn kom Skotum yfir snemma leiks en Artem Dzyuba jafnaði skömmu fyrir leikhlé. Gamla kempan Yuri Zhirkov gerði sigurmarkið á 59. mínútu.

Skotar eru núna sex stigum á eftir Rússum eftir fyrri hluta undankeppninnar. Þeir þurfa að sigur í seinni leiknum í Rússlandi og treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum.

Belgía er með fullt hús stiga á toppi riðilsins eftir auðveldan sigur gegn San Marínó. Michy Batshuayi skoraði tvö.

I-riðill:
Skotland 1 - 2 Rússland
1-0 John McGinn ('11)
1-1 Artem Dzyuba ('40)
1-2 Yuri Zhirkov ('59)

San Marínó 0 - 4 Belgía
0-1 Michy Batshuayi ('43, víti)
0-2 Dries Mertens ('57)
0-3 Nacer Chadli ('63)
0-4 Michy Batshuayi ('92)
Athugasemdir
banner
banner
banner