Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
banner
   fös 06. september 2024 22:12
Stefán Marteinn Ólafsson
Jón Dagur um fagnið: Það flottasta sem Alfreð tók fyrir landsliðið
Icelandair
Jón Dagur Þorsteinsson fagnar marki sínu
Jón Dagur Þorsteinsson fagnar marki sínu
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Íslenska karlalandsliðið mætti Svartfjallalandi í kvöld þegar Þjóðardeildin hóf göngu sína í kvöld.

Ísland var fyrir leikinn í kvöld eina landið sem enn átti eftir að hrósa sigri í keppninni en þar varð breyting á í kvöld. 


Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Svartfjallaland

„Við vorum þéttir og gáfum þeim lítið. Skoruðum tvö mörk úr föstum leikatriðum. Virkilega flott að halda hreinu og ná í þrjú stig í fyrsta leik." Sagði Jón Dagur Þorsteinsson leikmaður Íslenska liðsins eftir leikinn í kvöld.

„Kannski vantaði að við hefðum getað skorað og klárað leikinn. Sett þriðja markið. Það var kannski eina sem hefði verið hægt að biðja um meira." 

Íslenska landsliðið vann sinn fyrsta sigur í Þjóðardeildinni í kvöld en Íslenska liðið var síðasta liðið til þess að hrósa sigri í þessari keppni. Langþráður sigur í Þjóðardeildinni.

„Já og líka bara í fyrsta leik. Byrja keppnina vel og það er alltaf gott." 

„Þetta er nátturlega hörku riðill og við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli. Það er bara virkilega góð byrjun og núna höldum við bara áfram og það eru tveir heimaleikir eftir sem við verðum að halda því gangandi að vera sterkir hérna heima og svo reyna að ná í eitthvað í útileikjunum." 

Jón Dagur skoraði annað mark Íslands í kvöld og fagnaði með því að smella í gott „dab". 

„Það er alltaf geggjað. Mér fannst það flottasta fagnið sem Alfreð tók fyrir landsliðið og ég var að spila í fyrsta skiptið í ellefunni hans." 

Nánar er rætt við Jón Dag Þorsteinsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner