PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
Ásta Eir: Það væri bara mjög mikill skandall
Elísa Viðars: Maður þekkir þær eins og handarbakið á sér
Adda: Ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað
Dagur í lífi Jasmínar - Fótbolta'ick' og skrautlegur golfhringur
„Ef ekki, þá þurfum við bara sem land að líta inn á við"
Jökull: Það hefur aldrei neitt svoleiðis verið nefnt
Hilmar Árni: Stemningsmaður og hefur gaman af lífinu
Jón Þór: Við vorum klaufar
Túfa: Erum að fara í gegnum mikið mótlæti
Tarik: Væri til að spila við þá í hverjum leik
Arnar Gunnlaugs: Virðist allt stefna í draumaúrslitaleikinn
Haddi: Ef það á að vera gaman að keyra heim, verðum við að vinna
Rúnar Páll: Maður er orðinn góður í því að fara með sömu tugguna
Stubbur: Það væri gaman að vinna þrefalt
Óðinn skoraði í sínum fyrsta leik: Ég hafði alltaf trú á því að ég myndi skora
Rúnar: Ég er drullufúll út í okkur í dag
Óskar Hrafn: Ein besta frammistaða sem ég hef séð Benó eiga í KR treyju
Anton Ari: Hundleiðinlegt að segja þetta en það er dagsatt
Benoný Breki með fernu: Alltaf gaman að fá að taka fótboltann heim
Eyjólfur Héðins: Hafði það ekki á tilfinningunni
banner
   fös 06. september 2024 22:12
Stefán Marteinn Ólafsson
Jón Dagur um fagnið: Það flottasta sem Alfreð tók fyrir landsliðið
Icelandair
Jón Dagur Þorsteinsson fagnar marki sínu
Jón Dagur Þorsteinsson fagnar marki sínu
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Íslenska karlalandsliðið mætti Svartfjallalandi í kvöld þegar Þjóðardeildin hóf göngu sína í kvöld.

Ísland var fyrir leikinn í kvöld eina landið sem enn átti eftir að hrósa sigri í keppninni en þar varð breyting á í kvöld. 


Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Svartfjallaland

„Við vorum þéttir og gáfum þeim lítið. Skoruðum tvö mörk úr föstum leikatriðum. Virkilega flott að halda hreinu og ná í þrjú stig í fyrsta leik." Sagði Jón Dagur Þorsteinsson leikmaður Íslenska liðsins eftir leikinn í kvöld.

„Kannski vantaði að við hefðum getað skorað og klárað leikinn. Sett þriðja markið. Það var kannski eina sem hefði verið hægt að biðja um meira." 

Íslenska landsliðið vann sinn fyrsta sigur í Þjóðardeildinni í kvöld en Íslenska liðið var síðasta liðið til þess að hrósa sigri í þessari keppni. Langþráður sigur í Þjóðardeildinni.

„Já og líka bara í fyrsta leik. Byrja keppnina vel og það er alltaf gott." 

„Þetta er nátturlega hörku riðill og við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli. Það er bara virkilega góð byrjun og núna höldum við bara áfram og það eru tveir heimaleikir eftir sem við verðum að halda því gangandi að vera sterkir hérna heima og svo reyna að ná í eitthvað í útileikjunum." 

Jón Dagur skoraði annað mark Íslands í kvöld og fagnaði með því að smella í gott „dab". 

„Það er alltaf geggjað. Mér fannst það flottasta fagnið sem Alfreð tók fyrir landsliðið og ég var að spila í fyrsta skiptið í ellefunni hans." 

Nánar er rætt við Jón Dag Þorsteinsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Landslið karla - Þjóðadeild
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner
banner