Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   fös 06. september 2024 22:12
Stefán Marteinn Ólafsson
Jón Dagur um fagnið: Það flottasta sem Alfreð tók fyrir landsliðið
Icelandair
Jón Dagur Þorsteinsson fagnar marki sínu
Jón Dagur Þorsteinsson fagnar marki sínu
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Íslenska karlalandsliðið mætti Svartfjallalandi í kvöld þegar Þjóðardeildin hóf göngu sína í kvöld.

Ísland var fyrir leikinn í kvöld eina landið sem enn átti eftir að hrósa sigri í keppninni en þar varð breyting á í kvöld. 


Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Svartfjallaland

„Við vorum þéttir og gáfum þeim lítið. Skoruðum tvö mörk úr föstum leikatriðum. Virkilega flott að halda hreinu og ná í þrjú stig í fyrsta leik." Sagði Jón Dagur Þorsteinsson leikmaður Íslenska liðsins eftir leikinn í kvöld.

„Kannski vantaði að við hefðum getað skorað og klárað leikinn. Sett þriðja markið. Það var kannski eina sem hefði verið hægt að biðja um meira." 

Íslenska landsliðið vann sinn fyrsta sigur í Þjóðardeildinni í kvöld en Íslenska liðið var síðasta liðið til þess að hrósa sigri í þessari keppni. Langþráður sigur í Þjóðardeildinni.

„Já og líka bara í fyrsta leik. Byrja keppnina vel og það er alltaf gott." 

„Þetta er nátturlega hörku riðill og við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli. Það er bara virkilega góð byrjun og núna höldum við bara áfram og það eru tveir heimaleikir eftir sem við verðum að halda því gangandi að vera sterkir hérna heima og svo reyna að ná í eitthvað í útileikjunum." 

Jón Dagur skoraði annað mark Íslands í kvöld og fagnaði með því að smella í gott „dab". 

„Það er alltaf geggjað. Mér fannst það flottasta fagnið sem Alfreð tók fyrir landsliðið og ég var að spila í fyrsta skiptið í ellefunni hans." 

Nánar er rætt við Jón Dag Þorsteinsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner