Íslenska karlalandsliðið mætti Svartfjallalandi í kvöld þegar Þjóðardeildin hóf göngu sína í kvöld.
Ísland var fyrir leikinn í kvöld eina landið sem enn átti eftir að hrósa sigri í keppninni en þar varð breyting á í kvöld.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 0 Svartfjallaland
„Við vorum þéttir og gáfum þeim lítið. Skoruðum tvö mörk úr föstum leikatriðum. Virkilega flott að halda hreinu og ná í þrjú stig í fyrsta leik." Sagði Jón Dagur Þorsteinsson leikmaður Íslenska liðsins eftir leikinn í kvöld.
„Kannski vantaði að við hefðum getað skorað og klárað leikinn. Sett þriðja markið. Það var kannski eina sem hefði verið hægt að biðja um meira."
Íslenska landsliðið vann sinn fyrsta sigur í Þjóðardeildinni í kvöld en Íslenska liðið var síðasta liðið til þess að hrósa sigri í þessari keppni. Langþráður sigur í Þjóðardeildinni.
„Já og líka bara í fyrsta leik. Byrja keppnina vel og það er alltaf gott."
„Þetta er nátturlega hörku riðill og við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli. Það er bara virkilega góð byrjun og núna höldum við bara áfram og það eru tveir heimaleikir eftir sem við verðum að halda því gangandi að vera sterkir hérna heima og svo reyna að ná í eitthvað í útileikjunum."
Jón Dagur skoraði annað mark Íslands í kvöld og fagnaði með því að smella í gott „dab".
„Það er alltaf geggjað. Mér fannst það flottasta fagnið sem Alfreð tók fyrir landsliðið og ég var að spila í fyrsta skiptið í ellefunni hans."
Nánar er rætt við Jón Dag Þorsteinsson í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|