Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   fim 06. október 2022 17:30
Elvar Geir Magnússon
Gerrard: Væri ekki til í að vera með 23 nýja leikmenn
Steven Gerrard, stjóri Aston Villa.
Steven Gerrard, stjóri Aston Villa.
Mynd: EPA
Steven Gerrard, stjóri Aston Villa, svaraði spurningum á fréttamannafundi í dag en Villa er að fara að mæta nýliðum Nottingham Forest á mánudaginn.

Forest er í neðsta sæti deildarinnar og talað um að sæti stjóra liðsins, Steve Cooper, sé funheitt. Gríðarlegar breytingar urðu á leikmannahópi Forest fyrir tímabilið.

„Ég væri ekki til í að vera í hans stöðu. Að fá inn 23 nýja leikmenn í einum glugga er einstakt. Ég hef aldrei orðið vitni að svona áður eða heyrt af því," segir Gerrard.

„Ég held að það sé gríðarlega erfitt og mikil áskorun. Mér finnst að Steve Cooper eigi skilið að fá tíma til að móta liðið, fá þá til að aðlagast félaginu og sínum leikstíl. Þetta tekur tíma þegar þú gerir eina eða tvær breytingar, svo ekki sé talað um 23!"

Á fundinum greindi Gerrard einnig frá því að bakvörðurinn Matty Cash sé klár í slaginn aftur eftir meiðsli og að Calum Chambers gæti einnig komið við sögu á mánudag. Ludwig Augustinsson og Lucas Digne eru hinsvegar meiddir og Leon Bailey tæpur.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner
banner
banner