Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Gortezka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
banner
   sun 06. október 2024 14:20
Sölvi Haraldsson
Hafsentaskiptingar hjá United - Maguire meiddur
Maguire skoraði jöfnunarmarkið í Porto í vikunni.
Maguire skoraði jöfnunarmarkið í Porto í vikunni.
Mynd: Getty Images

Manchester United er að spila við Aston Villa á Villa Park. Þegar þessi frétt er skrifuð var seinni hálfleikurinn að byrja og staðan ennþá markalaus.


Fyrir leikinn gerði Ten Hag breytingar á hafsentunum liðsins frá seinasta leik í United gegn Porto á útivelli í Evrópudeildinni sem fór 3-3. Hollendingurinn tók De Ligt og Lisandro Martinez úr liðinu fyrir Harry Maguire og Jonny Evans fyrir þennan leik. 

Maguire og Evans komu inn á í miðjum leik United og Porto í vikunni en Maguire skoraði þar jöfnunarmarkið alveg í blálokin, leikurinn fór 3-3.

Bæði Evans og Maguire spiluðu vel í fyrri hálfleiknum á Villa Park í en aftur er Ten Hag að rótera í hafsentum United liðsins í miðjum leik. Í dag hins vegar þurfti hann að taka Maguire útaf í hálfleik þar sem hann meiddist í lok fyrri hálfleiks. 

Í hans stað kom De Ligt inn á en þá kom einnig enn einn hafsentinn inn á, Lindelöf fyrir Mazraoui. Svíinn er að spila í hægri bakverði þessa stundina í seinni hálfleiknum. 

Lisandro Martinez er á bekknum hjá Manchester United og aldrei að vita að hann komi við sögu í leiknum í dag.

Ekki er vitað hversu alvarleg meiðsli Maguire eru en hann var draghaltur þegar hann gekk til búningsklefa með hjálp sjúkraþjálfara United.


Athugasemdir
banner
banner