Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 06. nóvember 2019 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lampard og Ferdinand gagnrýna þá sem yfirgáfu Brúna
Mynd: Getty Images
Chelsea gerði jafntefli við Ajax, 4-4, í mögnuðum leik í Meistaradeildinni í gærkvöldi á Stamford Bridge.

Chelsea var 1-4 undir en tvö rauð spjöld sem Ajax fékk á sömu mínútunni hjálpuðu Chelsea að krækja í jafntefli.

Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United og sérfræðingur hjá BT Sport, gagnrýndi eftir leik stuðningsmenn Chelsea sem yfirgáfu völlinn í stöðunni 1-4.

„Þú getur ekki farið af vellinum. Andrúmsloftið á vellinum og hvernig allt hefur verið undir stjórn (Frank) Lampard segir þér að þú getur ekki farið jafnvel þó staðan sé 1-4."

Lampard tók í svipaðan streng eftir leikinn í gær:„Einn af þeim sem fóru var líklega pabbi minn! Hann er alltaf að fara snemma til að sleppa við umferðina. Í gær breyttist leikurinn og við feðgar munum ræða þetta fljótlega."

„Ég skil alveg fólkið sem þarf kannski að mæta í vinnu daginn eftir að vilja sleppa við umferðina en þeir sem urðu eftir upplifðu eitrthvað sérstakt sem hinir misstu af."





Athugasemdir
banner
banner