mið 06. nóvember 2019 18:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Myndband: Rændi Ramsey aukaspyrnumarki af Ronaldo?
Mynd: Getty Images
Juventus er í heimsókn í Moskvu og spilar þar við Lokomotiv. Þegar þessi orð eru rituð eru um 40 mínútur liðnar af viðueign liðanna og staðan 1-1.

Aaron Ramsey skoraði fyrra mark leiksins og það strax á 4. mínútu leiksins. Cristiano Ronaldo átti aukaspyrnu sem Guilherme, í marki Lokomotiv, varði eða missti einhvernveginn í gegnum klofið á sér.

Boltinn virtist vera að renna í netið en Aaron Ramsey tók enga sénsa og potaði boltanum í netið. Ronaldo hefur ekki skorað úr aukapsyrnu frá því að hann gekk í raðir Juventus frá Real Madrid fyrir rúmu ári síðan og versnandi tölfræði hans í aukaspyrnum hefur verið umtöluð.

Mark Ramsey má sjá hér.

Markið má líka sjá hér. Í seinna myndbandinu sést Ramsey fagna eins og hann sé að biðja Ronaldo afsökunar á því að taka markið.

Lokomotiv jafnaði leikinn með marki frá Aleksey Miranchuk á 12. mínútu leiksins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner