Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   mið 06. nóvember 2019 15:33
Magnús Már Einarsson
Rúnar Páll: Þú býður ekki Óla Jó að vera aðstoðarþjálfari
Rúnar Páll Sigmundsson á fréttamannafundi í dag.
Rúnar Páll Sigmundsson á fréttamannafundi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mig vantaði mann við hliðina á mér. Þú getur farið nokkrar leiðir í þessu. Mér datt Óla allt í einu í hug. Þú býður ekki Óla Jó að vera aðstoðarþjálfarinn þinn. Þú býður honum að koma í þjálfarateymið og þjálfa með þér," sagði Rúnar Páll Sigmundsson í dag eftir að tilkynnt var að Ólafur Jóhannesson muni þjálfa liðið ásamt honum.

Rúnar Páll er að fara inn í sitt sjöunda tímabil sem þjálfari og var í leit að aðstoðarþjálfara. Á endanum ákvað hann að fá Ólaf sér við hlið og verða þeir saman aðalþjálfarar.

„Við erum báðir mjög öflugir karakterar og öflugir þjálfarar. Við höfum ólíka sýn á það hvernig fótbolta við viljum spila og sú blanda gæti verið mjög öflug fyrir okkur."

„Þetta er ekki vanaleg leið að gera þetta svona en ég tel að það sé best fyirr okkar frábæra félag að fá Óla inn í okkar teymi fyrst hann er á lausu. Það er galið að svona maður sé ekki kominn með starf."

Rúnar Páll segist hafa átt sjálfur hugmyndina að því að fá Ólaf til starfa.

„Hún kemur frá mér. Ég ræð þjálfarana sem ég starfa með en ekki félagið. Félagið gengur síðan frá samningum," sagði Rúnar en hvað gerist ef upp koma ágreiningsmál?

„Við ræðum það eins og fullorðnir menn. VIð þurfum ekki alltaf að vera sammála. Það er hollt og gott að hafa ágreining og það er ekki endilega gott að vera með já menn þér við hlið. Við ræðum það og síðan komumst við að niðurstöðu. Það er eins og á öllum öðrum vinnustöðum."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner