Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   mið 06. nóvember 2019 15:33
Magnús Már Einarsson
Rúnar Páll: Þú býður ekki Óla Jó að vera aðstoðarþjálfari
Rúnar Páll Sigmundsson á fréttamannafundi í dag.
Rúnar Páll Sigmundsson á fréttamannafundi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mig vantaði mann við hliðina á mér. Þú getur farið nokkrar leiðir í þessu. Mér datt Óla allt í einu í hug. Þú býður ekki Óla Jó að vera aðstoðarþjálfarinn þinn. Þú býður honum að koma í þjálfarateymið og þjálfa með þér," sagði Rúnar Páll Sigmundsson í dag eftir að tilkynnt var að Ólafur Jóhannesson muni þjálfa liðið ásamt honum.

Rúnar Páll er að fara inn í sitt sjöunda tímabil sem þjálfari og var í leit að aðstoðarþjálfara. Á endanum ákvað hann að fá Ólaf sér við hlið og verða þeir saman aðalþjálfarar.

„Við erum báðir mjög öflugir karakterar og öflugir þjálfarar. Við höfum ólíka sýn á það hvernig fótbolta við viljum spila og sú blanda gæti verið mjög öflug fyrir okkur."

„Þetta er ekki vanaleg leið að gera þetta svona en ég tel að það sé best fyirr okkar frábæra félag að fá Óla inn í okkar teymi fyrst hann er á lausu. Það er galið að svona maður sé ekki kominn með starf."

Rúnar Páll segist hafa átt sjálfur hugmyndina að því að fá Ólaf til starfa.

„Hún kemur frá mér. Ég ræð þjálfarana sem ég starfa með en ekki félagið. Félagið gengur síðan frá samningum," sagði Rúnar en hvað gerist ef upp koma ágreiningsmál?

„Við ræðum það eins og fullorðnir menn. VIð þurfum ekki alltaf að vera sammála. Það er hollt og gott að hafa ágreining og það er ekki endilega gott að vera með já menn þér við hlið. Við ræðum það og síðan komumst við að niðurstöðu. Það er eins og á öllum öðrum vinnustöðum."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner