Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mið 06. nóvember 2019 14:00
Magnús Már Einarsson
Tadic: Einn maður stal öllu frá okkur
Dusan Tadic, leikmaður Ajax, vandaði ekki ítalska dómaranum Gianluca Rocchi kveðjurnar eftir 4-4 jafntefli gegn Chelsea í Meistaradeildinni í gær.

Ajax komst í 4-1 á 55. mínútu en missti það forskot niður. Í stöðunni 4-2 fengu Joel Veltman og Daley Blind báðir sitt annað gult spjald og þar með rautt á sama tíma. Dæmd var vítaspyrna á Veltman og Blind fékk einnig spjald fyrir brot í aðdragandanum.

„Við ættum að tala um leikinn okkar því við komumst í 4-1 og allt var undir öruggum höndum áður en einn maður stal öllu frá okkur," sagði Tadic.

„Við sáum hvað gerðist. Þetta er brot á Daley Blind. Síðan er þetta ekki annað gult spjald á Daley Blind. Þetta er ekki annað gult spjald á Joel Veltman. Síðan er þetta ekki vítaspyrna. Ég hef aldrei í lífi mínu séð þrefalda refsingu en þetta byrjaði allt á því að brotið var á Daley Blind."

Athugasemdir
banner