Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 06. nóvember 2019 22:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Walker hetja City annan leikinn í röð - Hélt hreinu
Mynd: Getty Images
Kyle Walker stóð í markinu síðustu tíu mínúturnar eða svo þegar Manchester City lék gegn Atalanta á Ítalíu í Meistaradeildinni í kvöld.

Walker er venjulega hægri bakvörður en hann tók fór í nýtt hlutverk í kvöld. Ederson, markvörður City-liðsins, fór af velli í hálfleik og þá kom varamarkvörðurinn Claudio Bravo í rammann.

Bravo lét hins vegar reka sig af velli þegar tæpar tíu mínútur lifðu leiks og því voru góð ráð dýr hver skildi fara í markið.

Kyle Walker fékk kallið og kom inn á fyrir Riyad Mahrez. Walker hélt hreinu og City fékk stig í Atalanta.

Þetta er annar leikurinn í röð sem Walker bjargar City en um helgina skoraði hann og lagði upp í endurkomusigri gegn Southampton. Ágætis vika hjá kappanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner