Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 06. desember 2021 16:38
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Þungavigtin 
Gummi Tóta segist ekki fá traust frá þjálfaranum - Á förum frá New York
Guðmundur Þórarinsson.
Guðmundur Þórarinsson.
Mynd: Getty Images
Selfyssingurinn Guðmundur Þórarinsson lagði upp sigurmark New York City þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik bandarísku MLS-deildarinnar.

Guðmundur reiknar fastlega með því að yfirgefa félagið að þeim leik loknum en hann segist ekki fá traust frá hinum norska Ronny Deila sem þjálfar liðið. Guðmundur telur sig vera of sókndjarfan fyrir smekk Deila.

„Ég er bara orðinn svolítið þreyttur á þessu því ég er búinn að sanna það margoft að ég á að spila alla leiki. Ég gerði það meira eða minna allt tímabilið. Þetta er eins og allir vita bara harður heimur og samkeppni auðvitað," sagði Guðmundur við hlaðvarpsþáttinn Þungavigtin.

Guðmundur segist vilja fara annað eftir tímabilið.

„Ég lenti fyrst í því að öllu er lokað og svo er búin að vera brekka meira eða minna allan tímann. Þegar ég horfi til baka yfir þennan tíma þá er bara ótrúlegt hvað ég náð þó að spila og staðið mig vel af því að það þekkja það allir leikmenn og þeir sem hafa verið í og í kringum fótbolta að það er rosalega mikilvægt að fá vott að smá trausti."
Athugasemdir
banner
banner
banner