Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 06. desember 2022 23:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Santos um Ronaldo: Alltaf litið á hann sem mikilvægan hlekk
Mynd: Getty Images

Fernando Santos þjálfari portúgalska landsliðsins bekkjaði Ronaldo fyrir 6-1 sigur liðsins gegn Sviss í kvöld.


Santos var spurður að því hvort Ronaldo yrði áfram á bekknum þegar liðið mætir Marokkó í 8-liða úrslitunum.

„Það er enn óljóst. Við erum mjög nánir og höfum alltaf verið, ég hef þekkt hann síðan hann var 19 ára. Sambandið þróast bara, við höfum aldrei látið það trufla þegar kemur að leikjum. Ég hef alltaf litið á hann sem mikilvægan hlekk fyrir liðið," sagði Santos.

„Hann mun klárlega taka þátt, allir leikmennirnir á bekknum geta tekið þátt, ef þeir eru ekki í byrjunarliðinu geta þeir spilað síðar. Það er mikilvægt að skoða ferilinn hja´honum, hann er einn af bestu leikmönnum í heimi. Sem fyrirliði þarf að hugsa um liðið í heild," sagði Santos að lokum.

Þetta er í fyrsta sinn sem Ronaldo byrjar ekki leik á stórmóti síðan árið 2008 en það var einmitt gegn Sviss líka.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner