Pochettino að missa starfið? - Man Utd tilbúið að losa sig við Antony og fleiri - Mörg lið berjast um Palhinha - De Bruyne vill MLS frekar en...
banner
   mið 06. desember 2023 19:23
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í enska: Martial og Rashford á bekknum gegn Chelsea
Marcus Rashford átti slakan leik gegn Newcastle og tekur sér því sæti á bekknum
Marcus Rashford átti slakan leik gegn Newcastle og tekur sér því sæti á bekknum
Mynd: EPA
Rasmus Höjlund er í byrjunarliði United
Rasmus Höjlund er í byrjunarliði United
Mynd: EPA
Marcus Rashford er á bekknum hjá Manchester United sem tekur á móti Chelsea á Old Trafford í 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 20:15 í kvöld.

Rashford var harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðuna í 1-0 tapinu gegn Newcastle United um helgina og tekur sér nú sæti á bekknum ásamt þeim Aaron Wan-Bissaka og Kobbie Mainoo.

Antony, Sofyan Amrabat, Rasmus Höjlund og Victor Lindelöf koma allir inn í liðið.

Mauricio Pochettino gerir aðeins eina breytingu á liði Chelsea en Cole Palmer kemur inn fyrir Conor Gallagher, sem er í banni.

Manchester United: Onana, Dalot, Maguire, Lindelof, Shaw, Amrabat, McTominay, Fernandes, Antony, Garnacho, Hojlund.

Chelsea: Sanchez, Disasi, Thiago Silva, Colwill, Cucurella, Caicedo, Fernandez, Sterling, Palmer, Mudryk, Jackson.

Aston Villa mætir þá Manchester City á Villa-Park á sama tíma.

Unai Emery gerir eina breytingu á liði Villa. Boubacar Kamara kemur inn fyrir Nicolo Zaniolo.

John Stones og Rico Lewis snúa aftur í byrjunarliðið. Rodri og Jack Grealish eru í banni og þá er Jeremy Doku að glíma við smávægileg meiðsli.

Aston Villa: Martinez, Konsa, Carlos, Torres, Digne, Luiz, Kamara, Tielemans, McGinn, Bailey, Watkins.

Manchester City: Ederson, Walker, Dias, Gvardiol, Lewis, Akanji, Stones, Foden, Alvarez, Silva, Haaland.
Athugasemdir
banner
banner
banner