Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   fös 06. desember 2024 14:55
Sölvi Haraldsson
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Axel Óskar er mættur í rauða búninginn.
Axel Óskar er mættur í rauða búninginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég gæti ekki verið betri. Að koma í heimahaga og spila með bróður mínum og öllum þessum strákum sem maður þekkir. Þetta gæti ekki verið betra.“ segir Axel Óskar Andrésson sem skrifaði undir í Mosfellsbænum í dag líkt og bróðir sinn Jökull.


Hvernig var aðdragandinn að þessu?

Hann var ekkert svo langur. Þetta var kannski verst geymda leyndarmálið síðustu mánaða. Þetta gekk vel fyrir sig. Það vöru einhver önnur lið í umræðunni bæði hér heima og erlendis frá. En þegar ég og bróðir minn tókum okkur saman og kláruðum dæmið var ekkert annað sem kom til greina.

Var einhver alvarlegur áhugi frá öðrum liðum hér heima?

Þetta var bara spjall og nokkrir fundir en ekkert eins alvarlegt og hérna í Aftureldingu.“

Hvers vegna var samningi þínum rift við KR?

Ég rifti bara vegna þess að Óskar og ég áttum frábært spjall. Ég virði Óskar mjög mikið sem þjálfara og ég elska fótboltann hans en kannski passar fótboltinn minn og hans ekki alveg saman. Ég hugsaði mér að einhverstaðar annarsstaðar væru styrkleikar mínir betur nýttir. Alls ekki í neinu slæmu við KR eða neitt. Ég bara elska KR, frábær klúbbur. En það er meginn ástæða þess að þetta var ekki lengra.“

Hvað ætlar þú þér að gera í sumar með þessu liði?

Það er bara að njóta fótboltans í botn. Það er létt að gera það með Magga hann er algjör fótbolta gúrú. Núna er maður að gera þetta með hjartanu. Maður er héðan og ég elska þennan klúbb. Spilaði hérna síðan ég var 0 ára.

Viðtalið við Jökul má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner