Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   fös 06. desember 2024 14:55
Sölvi Haraldsson
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Axel Óskar er mættur í rauða búninginn.
Axel Óskar er mættur í rauða búninginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég gæti ekki verið betri. Að koma í heimahaga og spila með bróður mínum og öllum þessum strákum sem maður þekkir. Þetta gæti ekki verið betra.“ segir Axel Óskar Andrésson sem skrifaði undir í Mosfellsbænum í dag líkt og bróðir sinn Jökull.


Hvernig var aðdragandinn að þessu?

Hann var ekkert svo langur. Þetta var kannski verst geymda leyndarmálið síðustu mánaða. Þetta gekk vel fyrir sig. Það vöru einhver önnur lið í umræðunni bæði hér heima og erlendis frá. En þegar ég og bróðir minn tókum okkur saman og kláruðum dæmið var ekkert annað sem kom til greina.

Var einhver alvarlegur áhugi frá öðrum liðum hér heima?

Þetta var bara spjall og nokkrir fundir en ekkert eins alvarlegt og hérna í Aftureldingu.“

Hvers vegna var samningi þínum rift við KR?

Ég rifti bara vegna þess að Óskar og ég áttum frábært spjall. Ég virði Óskar mjög mikið sem þjálfara og ég elska fótboltann hans en kannski passar fótboltinn minn og hans ekki alveg saman. Ég hugsaði mér að einhverstaðar annarsstaðar væru styrkleikar mínir betur nýttir. Alls ekki í neinu slæmu við KR eða neitt. Ég bara elska KR, frábær klúbbur. En það er meginn ástæða þess að þetta var ekki lengra.“

Hvað ætlar þú þér að gera í sumar með þessu liði?

Það er bara að njóta fótboltans í botn. Það er létt að gera það með Magga hann er algjör fótbolta gúrú. Núna er maður að gera þetta með hjartanu. Maður er héðan og ég elska þennan klúbb. Spilaði hérna síðan ég var 0 ára.

Viðtalið við Jökul má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner