Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   fös 06. desember 2024 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mings var smeykur um að þurfa að hætta í fótbolta
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Varnarmaðurinn Tyrone Mings sleit krossband á opnunardegi síðustu leiktíðar og var því að spila sinn fyrsta úrvalsdeildarleik í rúmt ár þegar Aston Villa sigraði 3-1 gegn Brentford í vikunni.

Hinn 31 árs gamli Mings, sem á 18 leiki að baki fyrir enska landsliðið, lék allan leikinn og var meðal betri leikmanna vallarins þrátt fyrir langa og erfiða fjarveru.

Mings átti mikilvægan þátt í sigrinum, sem var fyrsti sigur Aston Villa í níu leikjum. Þetta er þriðji leikurinn sem Mings spilar á keppnistímabilinu, eftir að hafa verið með í tapleikjum gegn Crystal Palace í deildabikarnum og Club Brugge í Meistaradeildinni.

„Bataferlið var mjög erfitt fyrir mig og ég held að ég hafi náð lágpunkti síðasta apríl. Ég var aldrei sannfærður um að nú væri ferlinum mínum lokið en mér leið eins og það væri möguleiki. Það liðu dagar þar sem ég sá engar framfarir þrátt fyrir að leggja gríðarlega mikla vinnu í endurhæfinguna og mér leið hörmulega," sagði Mings.

„Ég lenti í mikið af bakslögum og í apríl leið mér eins og það væri enginn vegur fær til að ná fullum bata. Það eina sem ég gat gert í þeim aðstæðum var að halda áfram á sömu braut og það skilaði sér að lokum."

Aston Villa tekur á móti botnliði Southampton á morgun. Mögulegt er að Mings verði hvíldur í þeim leik þar sem Unai Emery ætlar að koma honum hægt og rólega aftur inn í byrjunarliðsfótbolta eftir svona erfið meiðsli.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 21 15 5 1 50 20 +30 50
2 Arsenal 22 12 8 2 43 21 +22 44
3 Nott. Forest 22 13 5 4 33 22 +11 44
4 Chelsea 22 11 7 4 44 27 +17 40
5 Man City 22 11 5 6 44 29 +15 38
6 Newcastle 22 11 5 6 38 26 +12 38
7 Bournemouth 22 10 7 5 36 26 +10 37
8 Aston Villa 22 10 6 6 33 34 -1 36
9 Brighton 22 8 10 4 35 30 +5 34
10 Fulham 22 8 9 5 34 30 +4 33
11 Brentford 22 8 4 10 40 39 +1 28
12 Crystal Palace 22 6 9 7 25 28 -3 27
13 Man Utd 22 7 5 10 27 32 -5 26
14 West Ham 22 7 5 10 27 43 -16 26
15 Tottenham 22 7 3 12 45 35 +10 24
16 Everton 21 4 8 9 18 28 -10 20
17 Wolves 22 4 4 14 32 51 -19 16
18 Ipswich Town 22 3 7 12 20 43 -23 16
19 Leicester 22 3 5 14 23 48 -25 14
20 Southampton 22 1 3 18 15 50 -35 6
Athugasemdir
banner
banner
banner