Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   fös 06. desember 2024 21:12
Brynjar Ingi Erluson
Zidane útilokar að taka við Real Madrid á miðju tímabili
Zinedine Zidane
Zinedine Zidane
Mynd: EPA
Franski þjálfarinn Zinedine Zidane hefur útilokað þann möguleika á að taka við Real Madrid ef Carlo Ancelotti verður rekinn fyrir lok tímabils. Þetta kemur fram í Cadena SER.

Zidane er á lista yfir bestu þjálfara í sögu Real Madrid en hann vann Meistaradeildina þrisvar og La Liga tvisvar á tíma sínum á hliðarlínunni.

Hann hefur verið orðaður við stöðuna síðustu vikur en Ancelotti er sagður sitja í heitu sæti eftir fremur slaka byrjun á tímabilinu. Koma Kylian Mbappe ruglaði jafnvægið í liðið Madrídinga sem eru í öðru sæti La Liga og þá í hættu á að missa af sæti í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.

Cadena SERsegir þrjá koma til greina til að taka við af Ancelotti: Raul, Santiago Solari og Zidane.

Samkvæmt miðlinum er Zidane ólíklegastur en hann er sagður hafa útilokað möguleikann á að taka við liðinu á miðju tímabili og því koma aðeins Raul og Solari til greina í augnablikinu.

Zidane er sagður opinn fyrir því að taka við liðinu eftir tímabilið, en líklegra er að Xabi Alonso verði fenginn frá Bayer Leverkusen.

Einnig hefur verið sagt að Zidane sé að bíða eftir því að Didier Deschamps hætti með franska landsliðið. Deschamps er með samning út HM 2026 en ekki er ljóst hvað hann mun gera eftir mótið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner