Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 07. janúar 2020 16:30
Elvar Geir Magnússon
Capello: De Ligt þarf tíma til að aðlagast
Matthijs de Ligt.
Matthijs de Ligt.
Mynd: Getty Images
Fabio Capello, fyrrum stjóri Juventus, segir að Matthijs de Ligt þurfi að fá tíma til að aðlagast hjá Juventus.

De Ligt var í gær aftur skilinn eftir utan byrjunarliðsins hjá Maurizio Sarri.

Juventus sagði að De Ligt væri að glíma við smávægileg meiðsli en Capello telur að það sé sagt til að vernda miðvörðinn unga sem keyptur var síðasta sumar á stórfé.

„Við verðum að gefa honum tíma til að skilja nýtt leikkerfi og aðra hugmyndafræði," segir Capello um De Ligt sem keyptur var frá Ajax.

Hann er ekki eini leikmaðurinn sem Juventus hefur keypt í sumar en hefur ekki náð að fóta sig almennilega, sama má segja um Aaron Ramsey og Adrien Rabiot.

„Þar eru tveir frábærir leikmenn en þeir eru ekki í sínu besta standi enn. Rabiot hefur ekki spilað í sex mánuði, hann er hávaxinn og þarf tíma til að komast í form," segir Capello.

Juventus og Inter eru jöfn að stigum á toppi ítölsku A-deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner