Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 07. janúar 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlynur aðstoðar bróður sinn með FH
Hlynur Eiríksson.
Hlynur Eiríksson.
Mynd: FH
Hlynur Eiríksson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá FH.

Hlynur hefur mikla reynslu af þjálfun og hefur undanfarin ár sinnt afreksþjálfun hjá félaginu, sem hann mun halda áfram að sinna meðfram störfum sínum fyrir meistaraflokk kvenna.

„Það er því ljóst að það er mikill fengur fyrir FH að fá Hlyn inn í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna og stjórn knattspyrnudeildar FH væntir mikils af samstarfinu við hann á komandi keppnistímabili," segir í tilkynningu FH.

Hlynur er bróðir Guðna Eiríkssonar, aðalþjálfara FH, og munu þeir bræður vinna saman við þjálfun liðsins sem féll úr Pepsi Max-deildinni á síðasta ári og leikur í Lengjudeildinni næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner