Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 07. mars 2021 23:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Árni Vill í Breiðablik eða til Kasakstan?
Árni lék síðast með Blikum sumarið 2016.
Árni lék síðast með Blikum sumarið 2016.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Árni Vilhjálmsson er án félags og hefur það frá því síðasta sumar þegar hann yfirgaf Kolos Kovalivka í Úkraínu.

Hinn 26 ára gamli Árni skoraði fimm mörk í fimmtán leikjum í úrvalsdeildinni í Úkraínu með Kolos Kovalivka þegar hann spilaði þar.

Árni var í reynslu hjá rússnesku félagi, Krylia Sovetov Samara, í byrjun þessa árs en samdi ekki þar.

Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur í hlaðvarpsþættinum Dr Football, segir að Árni gæti mögulega verið á leið í Breiðablik ef Brynjólfur Andersen Willumsson fer í atvinnumennsku. Brynjólfur hefur verið sterklega orðaður við Kristiansund í Noregi.

„Það eru góðar líkur á þessu skilst mér. Þetta væri mikill fengur fyrir Blika," sagði Kristján Óli.

„Hann er með járn í eldinum hjá Borat og félögum, í Kasakstan. Ef hann fer þangað þá er þetta 'off'. Ef hann fer ekki þangað þá er það græna treyjan sem bíður sennilega. Ef og þegar Brynjólfur fer."

Árni er uppalinn í Breiðablik en hann lék síðast hér á landi 2016 á láni frá Lilleström. Hann hefur verið á mála hjá Lilleström (Noregur), Jönköpings Södra (Svíþjóð), Termalica Nieciecza (Pólland), Chornomorets Odesa (Úkraína) og Kolos Kovalivka (Úkraína) í atvinnumennsku.


Athugasemdir
banner
banner
banner