Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 07. mars 2021 12:05
Aksentije Milisic
Gerrard: Skil vel afhverju stuðningsmennirnir brutu lögin
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard, stjóri Rangers í Skotlandi, segist hafa fullan skilning á því afhverju stuðningsmenn liðsins brutu sóttvarnarlög þar í landi í gær og hópuðust saman fyrir utan heimavöll liðsins.

Þúsundir stuðningsmanna sungu, veifuðu fánum, kveiktu á blysum og fleira þegar Gerrard og lærisveinar hans voru að mæta til leiks á Ibrox leikvanginn fyrir leikinn gegn St Mirren í gær.

3-0 sigur þeirra bláklæddu þýðir að ef erkifjendurnir í Celtic misstíga sig í dag, þá verður Rangers meistari en það hefur ekki tekist síðustu tíu ár.

„Ég þarf að passa hvað ég segi hér. Við erum enn í miðjum heimsfaraldri. Það er mikilvægt að fólk standi saman og fari varlega. Það er það mikilvægasta," sagði Gerrard.

„En á sama tíma, þá getur hjarta þitt skilið það hvað stuðningsmennirnir hafa þurft að fara í gegnum. Þessar senur fyrir utan völlinn okkar voru mjög skiljanlegar."

Ef Celtic vinnur í dag, þá fær Rangers tækifæri á því að verða meistari á heimavelli erkifjenda sinna í næstu umferð. Jafntefli þar myndi duga.
Athugasemdir
banner
banner
banner