Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 07. mars 2021 23:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikar kvenna: Stórsigrar hjá Fjölni og ÍR
Sara Montoro gerði þrennu fyrir Fjölni.
Sara Montoro gerði þrennu fyrir Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fóru fram tveir leikir í C-deild Lengjubikars kvenna í dag.

Fjölnir fór illa með Álftanes í Egilshöll og var Sara Montoro öflug í liði Fjölnis. Hún gerði þrennu í leiknum sem endaði 7-0.

Það var einnig leikið í Egilshöll þegar Fram og ÍR áttust við. Þar vann ÍR stórsigur, 1-6. Unnur Elva Traustadóttir og Lovísa Guðrún Einarsdóttir gerðu báðar tvennu fyrir ÍR-inga í þessum leik.

C-deild Lengjubikars kvenna hófst um helgina en liðin sem taka þátt í mótinu spila í 2. deild kvenna.

Fjölnir 7 - 0 Álftanes
1-0 Sara Montoro ('6)
2-0 Sara Montoro ('7)
3-0 Marta Björgvinsdóttir ('45)
4-0 Ólína Sif Hilmarsdóttir ('54)
5-0 Marta Björgvinsdóttir ('59)
6-0 Sara Montoro ('73)
7-0 Silja Fanney Angantýsdóttir ('81)

Fram 1 - 6 ÍR
0-1 Suzanna Sofía Palma Rocha ('8)
0-2 Unnur Elva Traustadóttir ('21)
0-3 Lovísa Guðrún Einarsdóttir ('49
0-4 Sjálfsmark ('57)
1-4 Halla Þórdís Svansdóttir ('60)
1-5 Unnur Elva Traustadóttir ('77)
1-6 Lovísa Guðrún Einarsdóttir ('90)
Athugasemdir
banner
banner
banner