Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 07. apríl 2021 15:42
Elvar Geir Magnússon
Írar geta ekki ábyrgst það að áhorfendur verði leyfðir
Aviva leikvangurinn í Dublin.
Aviva leikvangurinn í Dublin.
Mynd: Getty Images
Möguleiki er á að Dublin, höfuðborg Írlands, missi rétt á að hýsa leiki á EM alls staðar í sumar.

UEFA fór fram á það að allar tólf borgirnar í Evrópu sem áætlað er að leikið verður í myndu ábyrgjast það með formlegum hætti að geta tekið við áhorfendum að hluta á sínum leikvöngum.

Knattspyrnusamband Írlands hefur hinsvegar gefið út yfirlýsingu þess efnis að eftir fund með heilbrigðisyfirvöldum sé ekki hægt að ábyrgjast það að áhorfendum verði hleypt á Aviva leikvanginn.

Mögulegt er að UEFA færi þá leikina sem áttu að vera þar yfir í annað land. Talað er um Skotland eða England.

Þrír leikir í riðlakeppninni og einn leikur í 16-liða úrslitum eiga að fara fram í Dublin eins og áætlun er núna.
Athugasemdir
banner
banner