Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 07. maí 2021 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Grótta fær Kára Daníel frá Val (Staðfest) - Þrír framlengja
Lengjudeildin
Kári Daníel við hlið Sverris Páls Hjaltested í Boganum.
Kári Daníel við hlið Sverris Páls Hjaltested í Boganum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þrír framlengja
Þrír framlengja
Mynd: Grótta
Kári Daníel Alexandersson mun leika með Gróttu í Lengjudeildinni í sumar.

Varnarmaðurinn kemur á láni frá Val, á síðustu leiktíð lék hann með Njarðvík í 2. deild.

Kári er fæddur árið 2003 og er unglingalandslismaður. Hann á að baki sex leiki með U17 og hefur æft með U19 í vetur.

Í fyrra lék hann sautján leiki og skoraði eitt mark í 2. deildinni.

„Knattspyrnudeild Gróttu hefur náð samkomulagi við knattspyrnufélagið Val um að Kári Daníel Alexandersson muni spila með félaginu í sumar. Kári er fæddur árið 2003 og á að baki sex leiki fyrir U17 ára landslið Íslands. Grótta býður Kára velkominn á Nesið," segir í tilkynningu Gróttu.

Liðið mætir Þór í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar klukkan 18:00 í kvöld.

Í gær tilkynnti Grótta einnig að þrír leikmenn hefðu framlengt samninga sína út tímabilið 2022. Það eru þeir Jón Ívan Rivine, Júlí Karlsson og Björn Axel Guðjónsson.

„Allir eiga þeir langan feril að baki hjá Gróttu og hafa komið gríðarlega sterkir til leiks á undirbúningstímabilinu. Það er mikill fengur fyrir Gróttu að njóta krafta þeirra sem mun nýtast vel í sterkri Lengjudeild í sumar," segir í tilkynningu Gróttu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner