Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   fös 07. maí 2021 15:30
Elvar Geir Magnússon
Koulibaly til Barcelona?
Barcelona ku vilja fá miðvörðinn Kalidou Koulibaly til sín fyrir næsta tímabil.

Þessi 29 ára Senegali spilar með Napoli og hefur í gegnum tíðina verið orðaður ansi oft við ensku úrvalsdeildina.

Koulibaly er samningsbundinn Napoli til sumarsins 2023 og segir Mundo Deportivo að hann vilji söðla um og takast á við nýja áskorun.

Napoli á í fjárhagserfiðleikum og er sagt tilbúið að hlusta á tilboð.
Athugasemdir
banner