Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 07. maí 2021 22:30
Brynjar Ingi Erluson
L'Equipe: Neymar skrifar undir nýjan samning á morgun
Neymar verður hjá PSG til 2026
Neymar verður hjá PSG til 2026
Mynd: Getty Images
Brasilíski sóknarmaðurinn Neymar mun framlengja samning sinn við Paris Saint-Germain á morgun en franska blaðið L'Equipe fullyrðir þetta í kvöld.

Neymar er 29 ára gamall og hefur verið á mála hjá PSG frá 2017 en hann var keyptur frá Barcelona fyrir 222 milljónir evra og er enn í dag dýrasti knattspyrnumaður allra tíma.

Hann hefur spilað 112 leiki fyrir félagið, skorað 85 mörk og lagt upp 51 mark en ekki er langt síðan hann vildi yfirgefa PSG og ganga aftur til liðs við Barcelona.

PSG hafnaði tilboði Barcelona á síðasta ári en nú er andrúmsloftið annað og hefur Neymar verið í samningaviðræðum við PSG síðustu mánuði.

Samkvæmt L'Equipe mun PSG vera með blaðamannafund á morgun og verður þar tilkynnt að Neymar verður hjá félaginu næstu fimm árin.

Þetta eru risafréttir fyrir PSG en félagið er einnig í viðræðum við Kylian Mbappe um nýjan samning, Núverandi samningur Mbappe gildir til 2022.
Athugasemdir
banner
banner
banner